Föstudagur, 25. júní 2021
Löggur með fordóma
Ef gefið er að lögreglan endurspegli samfélagið, sem er rímleg ályktun, má gera ráð fyrir að áþekkir fordómar séu hjá lögreglumönnum og almenningi.
Lögregluþjónar sem höfðu afskipti af fólki í Ásmundarsal í desember létu í ljós fordóma, um það er engum blöðum að fletta. Hvort þeir fordómar leiddu til fréttatilkynningar sem hönnuð var í því skyni að koma höggi á formann Sjálfstæðisflokksins er aftur opin spurning.
Almennt er traust til íslensku lögreglunnar, síst þó hjá vinstrimönnum. Landssamband lögreglumanna gerði vel í því að gangast við augljósum staðreyndum, að löggur hafi fordóma eins og annað fólk, og viðurkenna að stundum mætti standa betur að verki, t.d. í útkallinu í Ásmundarsal.
Málið dautt.
Lögreglumenn íhuga að kvarta til Persónuverndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eða muna að slökkva á búkmyndavélinni elskurnar þegar maður sjálfur talar.Það gerir auðvitað vinnuna erfiðari slökkva/kveikja.
Bára gat haft kveikt á upptökuvél sinni í Klaustrinu enda ekki lögga.
Helga Kristjánsdóttir, 26.6.2021 kl. 02:03
Er þetta nú orðið aðalmálið? Hvað með alla veislugesti sem brutu lögin?
Jósef Smári Ásmundsson, 26.6.2021 kl. 07:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.