Fimmtudagur, 13. maí 2021
RÚV virkjar Panama-bandalagið fyrir Helga Seljan
Helgi Seljan var úrskurðaður brotlegur við siðareglur RÚV í ákefð sinni að koma höggi á Samherja. Eftir úrskurðinn leggur hagsmunahópurinn á Efstaleiti ofurkapp á að sannfæra alþjóð að Samherji sé vondi kallinn en Helgi góði gæinn. Nýjasta tilraunin er að virkja bandalag fréttadeildar RÚV við þýska dagblaðið Süddeutsche Zeitung.
Eins og menn eflaust muna bjó hagsmunahópurinn á Efstaleiti til fjölmiðlastorm fyrir fimm árum sem felldi ríkisstjórn Íslands og svipti nokkra menn ærunni. Í kynningu RÚV á Panamaskjöldum segir:
Þátturinn var unnin í samstarfi við Reykjavik Media, Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna og þýska blaðið Süddeutsche Zeitung.
Og núna, fimm árum síðar, er bandalag RÚV og Süddeutsche Zeitung endurvakið til að rétta hlut Helga Seljan í Samherjamálinu. ,,Hryðjuverk gegn fjölmiðlum," segir þýski fjölmiðillinn og lætur eins og Helgi siðabrotlegi megi ekki vamm sitt vita í sannleiksleitinni.
Velþekktur samstarfsfjölmiðill RÚV á Íslandi, vinstriútgáfan Kjarninn, er svo fenginn til að útlista á íslensku boðskap þýska samstarfsaðila hagsmunahópsins á Efstaleiti.
Á meðan heldur RÚV áfram að gera hlut Samherja sem verstan og grefur í leiðinni undan íslenskum viðskiptahagsmunum.
Panamaskjölin voru ekki til, rétt eins og meint skjal sem Helgi veifaði í upphafi Samherjamála fyrir bráðum áratug. En hagsmunahópurinn á Efstaleiti svífst einskins við að telja alþjóð trú um að hvítt sé svart.
Athugasemdir
Þetta er orðið meira og meira áberandi hvernig ríkissjónvarpið misnotar það vald sem þeir hafa í krafti almannafjár. Þessi hegðun gagnvart samherja er fyrir neðan allar hellur. Þetta fólk nýtur sín við að berja á fólki og fyrirtækjum. Þessi stofnun er algjörlega gagnslaus og til stórskammar. Ég held að það væri þjóðráð að hækka veiðleyfagjöldin um 100% með því að leggja niður RÚV. Það er enginn skortur á fréttum, þessi stofnun er barn síns tíma.
Sparnaður er sennilega bestu tekjurnar.
Kristinn Bjarnason, 13.5.2021 kl. 14:35
Það er lélegt af ríkisfjölmiðli geta ekki aðgreint mál eins og fiskveiðistjórnun og hins vegar starfshætti Samherja. Það er búið að lúsleita að brotastarfsemi hjá Samherja, en þeir finna ekkert en halda áfram. Þá er Gróa í efstaLeiti notuð.
Kristinn Sigurjónsson, 13.5.2021 kl. 18:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.