Það sem ekki verður í skýrslu Gumma umhverfis

Guðmundur Ingi umhverfisráðherra lætur ,,vinna vís­inda­skýrsl­ur um áhrif lofts­lags­breyt­inga á nátt­úruf­ar og sam­fé­lag á Íslandi."

Í skýrslunni verður eflaust að finna svokallað ,,kolefnisspor" Jóns og Gunnu sem eiga fjölskyldubíl og skreppa annað veifið til útlanda. Tíundað verður hvílíkur háski það er að keyra bíl knúinn jarðefnaeldsneyti og kaupa sæti í flugvél.

Aftur verður ekki sagt frá kolefnisspori eldgossins í Fagradalshrauni. Náttúran er að verki í Geldingadölum og það er náttúran sem stjórnar loftslagi jarðar.

Skýrslur eins og Gummi umhverfis lætur gera eru sniðnar og hannaðar til að vekja ugg og ótta. Ekki til að upplýsa.


mbl.is Skipar nefnd um loftslagsbreytingaskýrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Èg heF minnkað stórlega að anda frá mér og er algerlega hættur að leysa vind.

Geng allt sem þarf að fara gangandi, þótt ég hafi þurft að splæsa í stígvél fyrir Tenerife. Stefni í að eyða kolefnissporinu minu alveg innan þrjátíu ára og á von á einhverskonar platta því til fulltyngis á grafstein min.

Ég mun sofa miklu betur svefninum langa fyrir vikið.

Ekkert af þessu mun þó koma fram í skýrslu hins ókjörna áhuga og þráhyggjumanns um lftslagið. Það er kannski ekki tími í það því það þarf að hald mikinn fjölda minningarathafna um horfna snjóskafla.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.5.2021 kl. 16:30

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Og hann mun örugglega eikki minnast á þetta frá honum

Trausta Jónssyni veðurfræðingi,

Í gær (4.maí) fór lágmarkshiti á Dyngjujökli niður í -24,5°C - og svo niður í -24,0°C síðastliðna nótt (5.maí). Þetta er lægsti hiti sem mælst hefur hér á landi í maímánuði.

Sigurður Kristján Hjaltested, 6.5.2021 kl. 16:57

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

´´Skipar nefnd um loftlagsbreytingaskýrslu´´. Fátt lýsir núverandi umhverfisráðherra, sem enginn kaus, betur en þessi ákvörðun hans. Endalausar nefndir, ráð og samtalsþvæluhópar, um eitthvað sem enginn hefur tök á að stjórna.

 Á sama tíma streymir meiri mengun úr óttalegum ræfli í Fagradalsfjallshlíðum dag hvern, en öll Evópa megnar að menga, á sama tíma. Hver á að kolefnisjafna það og greiða fyrir tilhlíðilegt gjald? Hvern skal rukka fyrir gosið mister minister?

 Pólitískir hugsjónageldingar hafa sjaldan litið ver út en öfgaráðherrann sem enginn kaus, en sem nú berst fram í rauðan dauðann við sýna fram á ómissanleik sinn í sjálfhverfu trúboði sínu.

 Undir tekur annað kosið steingelt lið á sama kalíberi í öðrum flokkum og endurtekur sömu þvæluna, því það eru jú að koma kosningar. Hræra smá covid í pottinn og pöpullinn skal hræddur til andskotans í þessari banvænu þvælu. 

 Andskotinn að horfa upp á þetta.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 6.5.2021 kl. 23:57

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Svei mér ég hélt að fyrirsögnin ætti við handbolta landsliðsþjálfarann okkar sem við nefnum oftast "Gumma". Það var þá bara GIG í gærkvöld að skemmta skrattanum.

Helga Kristjánsdóttir, 7.5.2021 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband