Mánudagur, 26. apríl 2021
Ósæmilegt tilboð RÚV til þingmanna vegna Helga Seljan
Helgi Seljan var dæmdur fyrir brot á siðareglum RÚV. Vörn fréttamanns RÚV var að hann mætti víst brjóta siðareglurnar og flétta saman gildisdómum og fréttum. Þegar hallaði á Helga í héraði tók hagsmunahópurinn RÚV málið upp á alþingi götunnar.
Um helgina kynnti RÚV liðssöfnuðinn. Bubbi Morthens fékk rauða dregilinn á laugardag fyrir fésbókarfærslu. Með íhygli fræðimannsins komst poppsöngvarinn að þeirri niðurstöðu að Helgi færi með ,,nakinn sannleika". Samherjaböggið er orðið heilagur sannleikur í meðförum listamannsins. Liðugt er krítað.
Á sunnudag var félagsskapur pírata virkjaður í þágu glataðs málstaðar. ,,Fordæmalaust túlkunarstríð" heitir það á píratísku og þykir vont að hráar fjölmiðlalygar fái ekki viðtöku sem sannindi.
Fyrirsögn RÚV á rantið hans Bubba er ,,Það sem slær mann sérstaklega er þögn þingmanna". Hagsmunahópurinn á Efstaleiti er sem sagt með standandi tilboð til þingmanna: lýsið yfir stuðningi við Helga Seljan og RÚV mun launa ykkur greiðann með vinsamlegri umfjöllun á kosningaári. Tilboðið er fjölmiðlapólitískt vændi.
RÚV getur rótast í ruslahrúgunni á Efstaleiti til hinsta dags. En það kemur fyrir lítið. Fjölmiðill sem skilur ekki muninn á áróðri og frétt er siðferðilega og faglega gjaldþrota.
Athugasemdir
Eitt er að Helgi sé haldin þráhyggju en RÚV hefði átt að draga línuna þegar Samherji var sýknaður af - glæpnum. Það gengur ekki að opinber stofnun ofsæki fyrirtæki fyrir það að það taki til varnar þegar á það er ráðist. Það er óumdeilt að Helgi bar lygasögu í Seðlabankann sem síðan var hrakin, ekki bara af sérstökum saksóknara heldur líka fyrir dómi. Seðlabankastjóri fékk á sig dóm og ekker óeðlilegt að fyrirtækið vilji sjá réttlætið ná fram að ganga, sérstaklega þ.s. ný og ný skáldsaga er diktuð upp þegar fyrri falla.
Það er hins vegar umhugsunar vert á hvaða vegferð nýr seðlabankastjóri og forsætisráðherra eru þegar þau gefa því undir fótinn að opinberir starfsmenn séu ekki ábyrgir gerða sinna. Menn skilja ekki eftir mennsku sína þegar þeir stimpla sig inn á skrifstofuna eða stjórnarráðið. Inn á milli er fólk sem gerir engum mein en þar er líka fólk sem lýgur, stelur, svíkst undan ábyrg eða beitir bolabrögðum til að fá sitt fram. Og svo eru þessir með þráhyggjuna.
Ragnhildur Kolka, 26.4.2021 kl. 17:41
Herra Morthens er lýðskrumari af Guðs náð.
Gunnlaugur Baldvin Ólafsson, 26.4.2021 kl. 19:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.