Ódýr vörn seðlabankastjóra fyrir óverjandi háttsemi

Starfsmaður Seðlabanka Íslands átti í samstarfi við Helga Seljan á RÚV að niðurlægja norðlenskt útgerðafyrirtækja með ásökunum um lögbrot sem ekki reyndist fótur fyrir. Þetta er stutta sagan um seðlabankamanninn, Helga Seljan og Samherja.

Þegar Seðlabankinn hóf rannsókn á Samherja vorið 2012 taldi ég, líkt og allur þorri landsmanna, að um væri að ræða heiðarlegt stjórnvald að rannsaka rökstuddan og málefnalega grun um brot Samherja á gjaldeyrislögum. Margar tilfallandi athugasemdir voru skrifaðar til stuðnings Seðlabankanum og Samherji gagnrýndur, sjá t.d. hér og hér.

En það var ekkert eðlilegt við upphaf rannsóknar Seðlabanka Íslands á meintum gjaldeyrisbrotum Samherja. Helgi Seljan hafði farið með ónýta pappíra, sem hann kallaði skjöl í fleirtölu, og reynt að fá opinberar stofnanir í lið með sér að klekkja á Samherja. Málatilbúnaðurinn reyndist þvættingur frá a til ö. Í ofsóknum Helga Seljan og RÚV gegn Samherja spilaði starfsmaður Seðlabanka Íslands með og ljáði upplognum ásökunum trúverðugleika. Í þessu tilfelli brást embættismaðurinn og Seðlabankinn þar með trausti almennings.

Nú kemur sitjandi seðlabankastjóri, Ásgeir Jónsson, sem vel að merkja tók við búinu löngu eftir Samherjamál, og ber fram þá vörn að Samherji ofsæki starfsmenn bankans. Nei, Ásgeir. Samherji vill réttlæti.

Ertu á móti réttlæti, Ásgeir Jónsson?

 


mbl.is Íslandi að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Þar sem höfundur virðist, á einhvern hátt, vera í mun betri sambandi við hlutfélag í sjávarútvegi, en margur annar, þá hlýtur að vert að spyrja höfund sem hann getur svo kannski komið áfram á sinn skjólstæðing, hvort það sé mikll áhugi á réttlæti í einu dómsmál sem nú fer fram í Namibíu ?

Þá hvort þeir starfsmenn sem mögulega kunna verða ákærðir þar, verði látnir mæta þar fyrir dómara þar ? 

Auðvitað vill höfundur ekk sjá það, frekar en téð hlutafélag og þeirra stjórnendur.

Í stað þess á að hamast á einhverjum fréttamanni sem flutti fréttir af gjaldeyrisviðskiptum sem þóttu varða við lög en voru felld niður af formsatriði vegna þess að heimild til að refsa lögaðilum vantaði í lögin fyrir mistök.

Það veit höfundur og blaðamaðurinn, ásamt skjólstæðingi hans, hlutafélagið !

Aftur spurt og nú beint til höfundar, vill höfundur réttlæti , bæði á Ísland og í Namibíu ?

Sigfús Ómar Höskuldsson, 24.4.2021 kl. 11:27

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Átján ára tók ég þátt í fjársöfnun fyrir SWAPO, þjóðfrelsishreyfingu Namibíu. Ég m.a. lék á sviði Sam Nujoma, stofnanda SWAPO, og flutti ræðu, raunar á norsku, um réttlæti handa namibísku þjóðinni sem bjó við kúgun aparheit-stjórnarinnar í Suður-Afríku.

Síðasta áratug liðinnar aldar fékk SWAPO völdin í Namibíu og hefur haldið þeim síðan. Í eins flokks ríki er réttlætið eins og fagmennskan á Efstaleiti. Hvorugt er margra fiska virði.

Páll Vilhjálmsson, 24.4.2021 kl. 12:50

3 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Þakka heiðvirðum höfundi fyrir svarið

Þakka líka áunnin verk fyrir þá sem minna mega sín í Afríku, það er vel.

Hitt stendur þó skýrara, að ef líkja á saman ágætu RÚV og misgóðu hlutafélag norður í landi, þá stendur RÚV uppi sem sigurvegari.

RÚV er með siðnefnd og bregst við. 

Skjólstæðingur höfundar, hlutfélagið kann ekki að skammast sín, hefur enga siðanefnd og veður áfram, með aukna óánægju samfélagins.

Höfundur kýs að vera á þeim vagni og kýs minna réttlæti tilhanda þeim sem minna mega sín, í Afríku.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 24.4.2021 kl. 14:02

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Var það ekki Seðlabankinn og starfsmenn hans sem ofsóttu Samherja? Ásgeir ætti að vinna sem almannatengill (spunadoktor) í stað þess að stjórna banka. Hann er augljós náttúrutalent í starfið.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.4.2021 kl. 15:21

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Lítið gagn að síðarnefndum sem engin fer eftir. Minnumst hins siðprúða Pirata og nú RUV.

Þeir sem hæst tala um siðferði og krefjast reglna um það eru aðeins að hugsa um að koma sér upp vopnabúri til að klekkja á andstæðingum. Hvarflar ekki að þeim að hægt sé að beita þeim á þá sjálfa.

Þeir sem gera því skóna að einstakir opinberir starfsmenn misbeiti ekki valdi sínu hafa ekki lesið bók Björns Jóns Bragasonar, Gjaldeyriseftirlitið- vald án eftirlits. 

Ragnhildur Kolka, 24.4.2021 kl. 16:25

6 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Páll. Þú ættir að muna  að Samherji var ekki sýknaður í Hæstarétti fyrir brot á gjaldeyrislögum sem Seðlabankinn sektaði fyrirtækið um. Niðurstaðan hafi aðeins snúist um lagatæknileg atriði.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 24.4.2021 kl. 21:30

7 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

Já, það lagatæknilega atriði að Samherji hafði ekki brotið nein lög. Þas engin gild lög, aðeins lög sem HS & Co fannst að ættu að vera í gildi.

Hólmgeir Guðmundsson, 24.4.2021 kl. 22:54

8 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Að fólk og fyrirtæki megi búast við fólskulegum árásum frá opinberum fyrirækjum eins og seðlabankanum og rúv er algerlega ólíðandi. Að opinberir starfsmenn skuli hágráta af að finna aðeins fyrir eigin meðulum er hlægilegt. Það er nátturlega óforskammað að ráðast á veikar opinberar stofnanir og starfsmenn þeirra. Þessi ríkisstofnun rúv tekur til sín öll veiðleyfagjöldin og er algjör afæta á þjóðfélaginu. Að þetta skuli vera í lagi er mér hulin ráðgáta.

Kristinn Bjarnason, 25.4.2021 kl. 05:56

9 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Ég sem var farin að bera virðingu fyrir seðlabankastjóranum. Hann vill sterkar opinberar stofnanir og veika einstaklinga og fyrirtæki. Sannkallaður vinstri maður.

Kristinn Bjarnason, 25.4.2021 kl. 06:01

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Ásgeir vill auðvitað aðeins að ekki sé hægt að gera opinbera starfsmenn persónulega gjaldþrota fyrir störf sín.Ég treysti honum fyllilega.

Halldór Jónsson, 25.4.2021 kl. 18:27

11 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Nafni...þú veldur mér miklum vonbrigðum.

Halldór Egill Guðnason, 26.4.2021 kl. 00:15

12 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Í upphafi samherjamálsins var lagt af stað með það fyrir augum að skaða óvenju vel rekið og virt fyrirtæki sem er einn af máttarstólpum landsins eins mikið og hægt væri. Gera öllum viðskiptavinum ljóst að samherjamenn væru glæpamenn. Ef ríkisstarfsmenn eiga að komast upp með svona lagað óáreittir í framtíðinn þá er hún ekki björt.

Kristinn Bjarnason, 26.4.2021 kl. 05:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband