Vín, morð og mannréttindi

Íslenskt vinafélag palestínskra hryðjuverkamanna gerir ísraelsk vín í ÁTVR að skotmarki sinu.

Í tilkynningu frá félagsskapnum Íslandi-Palestínu segir m.a. fyrirtæki eigi að ,,full­vissa sig um að þau ger­ist ekki meðsek um mann­rétt­inda­brot."

Yfirvöld í Palestínu hafa um árabil greitt laun til þeirra sem drepa gyðinga. Félagið Ísland-Palestína leggur blessun sína yfir kaldrifjuð morð en finnst ótækt að ísraelsk vín séu seld í ÁTVR.


mbl.is Vín frá hernumdu svæði sagt vera frá Ísrael
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Það er annað sem er hryðjuverk í þessari frétt; Verðið á þessu víni hjá ÁTVR. Þetta vín hef ég keypt í Gils Deli (Kosher-versluninni) í Kaupmannahöfn á um 100 DKK. Sú verslun er annars talin nokkuð dýr. Þetta er blandað vín úr þrúgum frá mismunandi vínbændum -  einnig Palestínumönnum!

FORNLEIFUR, 23.4.2021 kl. 14:31

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Páll - þú segir yfirvöld Palestínu hafa „um árabil greitt laun til þeirra sem drepa gyðinga“. Þetta er að vísu rangtúlkun hjá þér og fleirum. En kannski förum við aðeins nær sannleikanum ef við skrifum: Ísraelsstjórn hefur um árabil greitt kostnað (og þ.á.m. laun) þúsunda hermanna sem hafa það hlutverk að ræna landi Palestínumana og drepa þá þúsundum saman. Að auki greiðir Ísraelsstjórn (með styrkjum frá BNA) allan kostnað við að varpa sprengjum á Gazaströndina. Og svo eru hermenn Ísraels í næturvinnu allan ársins hring við að hrella Palestínumenn, fangelsa börn, drepa feður og ryðja húsgögnum um koll. Þú þarft að endurhugsa hugmyndir þínar um hvað eru hryðjuverk og hverjir eru hinir raunverulegu hryðjuverkamenn.

Hjálmtýr V Heiðdal, 24.4.2021 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband