Föstudagur, 19. mars 2021
Saklausir menn, herskáir femínistar
Hildur Lilliendahl Viggósdóttir var dæmd fyrir eftirfarandi ummæli um saklausa menn:
... þá gríðarlega alvarlegu aðför lögreglunnar að öryggi kvenna í Reykjavík að láta eiga sig að fara fram á gæsluvarðhald yfir körlum sem nauðga konum SAMAN svo yfirdrifið kerfisbundið að þeir hafa til þess sérútbúna íbúð.
Oddný Arnarsdóttir var dæmd fyrir nokkuð ítarlegri ummæli, en upphafið er svona:
Það er ekki krafist gæsluvarðhalds yfir mönnum sem hefur í að minnsta kosti tvö
mismunandi skipti tekist að nauðga konum. Ekki nóg með að þeir nauðgi þeim heldur gera þeir það kerfisbundið.
Þær Hildur og Oddný töldu lögregluna ekki nógu viljuga til að beita gæsluvarðhaldi. Það má löglega hafa þá skoðun. En stöllurnar gáfu sér að tvímenningarnir sem voru til rannsóknar væru stórhættulegir raðnauðgarar. Þeir reyndust saklausir. Ólögmætt er að staðhæfa um glæpi sem ekki hafa verið framdir.
Lærdómur: hugsa fyrst, skrifa svo.
Ummæli í Hlíðamáli dæmd dauð og ómerk í Landsrétti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já Ljótt er,ða!
Helga Kristjánsdóttir, 20.3.2021 kl. 03:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.