Mánudagur, 8. mars 2021
Krakkarnir brjálaðir ef mamma og pabbi eru rukkuð
Skattgreiðendur á Íslandi niðurgreiða arfinn sem foreldrar skilja eftir sig þegar þau fara á hjúkrunarheimili sakir elli eða hrumleika.
„Ríkið kemur ekki til með að geta staðið undir þessu til eilífðar og við þurfum að fara þessa leið sem er farin víða á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Þar einfaldlega borgar þú fyrir þína dvöl að fullu á meðan þú getur gert það,“ segir Gísli Páll Pálsson forstjóri Grundar.
Gísli Páll útskýrir nánar hvernig þurfi að standa að málum:
Á Íslandi í dag er verið að borga að hámarki fjögur hundruð og eitthvað þúsund en ef þú átt pening og eignir í Þýskalandi þá borgar þú bara þína 1,2 milljónir á mánuði, sem það kostar á Íslandi, þangað til þínar eignir eru búnar...
Ég er ekki að tala um að þeir sem geti ekki borgað fái ekki inni. Ég er bara að segja að þeir sem eiga peninga, þeir eiga að borga. Þeir sem eiga 100 milljóna króna hús, og eru á hjúkrunarheimili í tvö ár. Þó þau borgi 25, 30 eða 40 milljónir. Auðvitað yrðu krakkarnir brjálaðir. Þess vegna þorir enginn stjórnmálamaður á Íslandi að nefna þetta. Ég hef sagt þetta við alla heilbrigðisráðherra síðustu tíu til fimmtán árin. En það þorir enginn að fara í þetta.
Brjálaðir erfingjar og huglausir stjórnmálamenn - en veiðileyfi á skattgreiðendur.
Athugasemdir
Sem sagt: norræna skattpíningin á almenning skilar litlu öðru af sér en engu. Það var aldrei nein ástaða né innistæða fyrir því að láta ríkið sjá um þessi mál með þeim rökum að skattar yrðu hærri hér en annarsstaðar í staðinn.
Ekkert fæst þá fyrir skattana, þegar á reynir, annað en sóun hins opinbera.
Hið sama gildir náttúrlega um heilbrigðiskerfið, plús DDRÚV.
Ja hérna.
Ekki er hægt að hafa mjöl í munni og blása á sama tíma. Það gildir um hið opinbera í þessum málum.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 8.3.2021 kl. 14:39
Svo mætti útvíkka þetta og segja að barnafjölskyldur verði að greiða fullt fyrir leikskólapláss þar til þær hafa étið upp eignir sínar og arfinn frá foreldrum, og að kennarar fái til dæmis ekki útborguð laun fyrr en þeir hafa greitt upp það sem það kostar að mennta börnin þeirra. Þá fer þetta að smella heim og saman. Á ég að kannski að halda áfram?
Gunnar Rögnvaldsson, 8.3.2021 kl. 15:52
Já Gunnar minn! Þú verður að spíta í og slíta snúruna.
Helga Kristjánsdóttir, 8.3.2021 kl. 19:33
Atvinnulausir fái ekkert frá ríkinu fyrr en að þeir hafi étið upp sparnað sinn og selt eignir.
Útlendingar fái frumforgang að ríkissjóði Íslendinga með því skilyrði að þeir hafi aldrei borgað neina skatta á Íslandi, og geri það ekki svo lengi sem þeir lifa á íslenskum skattgreiðendum.
Opinberir starfsmenn fái ekki laun fyrr en að fjármálaráðuneytið hafi greitt upp erlendar skuldir ríkissjóðs, sem alltaf væri í plús ef ekki væri fyrir þá.
Sérskattur verði settur á opinbera starfsmenn með þeim rökum að þeir gætu séð fyrir sér sjálfir ef skattar væru ekki svona háir vegna tilvistar þeirra.
Gunnar Rögnvaldsson, 8.3.2021 kl. 23:04
Ríkissjóður taki aldrei lán því vel er hægt er að sanna að allar lántökur hans lenda á einn eða annan hátt sem laun í vösum opinberra starfsmanna og að rekstur ríkisins sé því píramídaspil. Ríkið selji því Ísland og þjóðina fyrst, áður en lántökur sem enda í vöxum opinberra starfsmanna eru heimilaðar.
Gunnar Rögnvaldsson, 8.3.2021 kl. 23:13
vösum ekki vöxum
(mottó)
Gunnar Rögnvaldsson, 8.3.2021 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.