Þorgerður Katrín yfirgefur almenna skynsemi

Seðlabankinn fær tiltrú frá almenningi og þar með krónan sem gjaldmiðill. Þorgerður Katrín formaður Viðreisnar, ESB-sinni og hatursmaður þess sem íslenskt er, gengur af göflunum við tíðindin og fullyrðir í Mogga-grein í dag að ríkisstjórnin hafi ,,yfirgefið krónuna."

Tilefnið er að ríkisstjórnin tók lán í erlendri mynt. En það hafa allar ríkisstjórnir gert frá árdögum íslensku krónunnar. Einhver þarf að segja formanninum að íslenska krónan er ekki alþjóðleg mynt, ekki frekar en að íslenska sé alþjóðlegt tungumál. Þegar við erum í útlöndum tölum við mál sem líklegt er að viðmælendur skilji. En með því er ekki sagt að við ,,yfirgefum íslenskuna."

Eins og jafnan þegar fólk fer út í móa í málflutningi byggir Þorgerður Katrín á fölskum forsendum. Hún skrifar: 

Þeir sem vilja halda í krónuna sem gjaldmiðil hafa helst bent á að við sérstakar aðstæður geti verið gott að grípa til peningaprentunar.

Öh, nei það er ekki málflutningur krónuvina að prenta peninga án innistæðu. Krónan er hagnýtt verkfæri í þjóðarbúskap okkar. Þegar vel árar hækkar hún og eykur kaupmátt á útlendri vöru og þjónustu en í hallæri gefur hún eftir og jafnar byrðarnar. Krónan rís og hnígur í takt við íslenskar aðstæður. Alþjóðlegar myntir, t.d. dollar og evra, taka ekki mið af efnahagskerfinu á Fróni.

Ef krónan væri einstaklingur yrði jöfnuður aðall hennar. Formaður Viðreisnar er ójafnaðarmaður. Um Þorgerði Katrínu má segja að hún er óvinur krónunnar, - nema þegar hún þarf að fá afskrifuð lán í krónum. Þá verður hún allt í einu besti vinurinn. Slíkum vinum þarf þjóðin ekki á að halda.


mbl.is Traust á Seðlabanka eykst mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Það sem þessi Þorgerður Katrín sér ekki að það ríkir gjaldmiðlafrelsi á Íslandi. Við höfum það besta af öllum mögulegum tilverum eins og Birtingur Voltaires.

Við spilum á kerfið og höfum alla möguleika á að hagræða.

Halldór Jónsson, 22.2.2021 kl. 10:24

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Samfylkingin og Viðreisn virðast vera orðin alveg örvita að finna eitthvað kosningarmál sem skapar þeim sérstöðu. Það eru allir með "græna"  hagkerfið svo það virkar ekki. Allir vilja skapa fleiri störf svo það gengur ekki. 
Eini sem virðist sallarólegur yfir kosningunum í haust er Sigmundur Davíð

Grímur Kjartansson, 22.2.2021 kl. 10:39

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Krónur eru prentaðar hvern einasta virka dag þegar bankar veita útlán. Við þurfum að fá fólk að stjórn efnahagsmála sem skilur þetta, en ef fólk kemst til valda sem skilur þetta ekki er voðinn vís.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.2.2021 kl. 12:56

4 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Eins og það séu ekki líka prentaðar evrur..

Guðmundur Böðvarsson, 22.2.2021 kl. 21:22

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það virkar alveg eins. Ekkert öðruvísi gjaldmiðill.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.2.2021 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband