Samfylking tapar á vinstrisnúningi, Logi í hættu

Herfræði Samfylkingar á kosningaári er farin í hundana í febrúar. Logi formaður sneri flokknum til vinstri, fékk liðhlaup úr Vinstri grænum og gerðist femínískur.

Afleiðingin var tvíþætt. Viðreisn fékk til sín hægrikrata og femínismi Katrínar og Svandísar trompaði skeggjuðu útgáfu Loga.

Logi verður ekki formaður Samfylkingar þegar gengið verður til kosninga í september, fari svo fram sem horfir.


mbl.is Vinstri græn ná Samfylkingunni í fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Er það ekki frekar þjóðin sem er í hættu ef Logi kemst í stjórn!!

Sigurður I B Guðmundsson, 18.2.2021 kl. 15:24

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Góður þessi Sigurður! 

Helga Kristjánsdóttir, 18.2.2021 kl. 16:02

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sammála Helga.

Ragnhildur Kolka, 18.2.2021 kl. 16:56

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það gagnast ríkisstjórninni að þríeykið er komið með mikilvægi björgunarbáta Íslands á hreint: þ.e. landamæri þjóðríkisins.

Hattur ofan fyrir þríeykinu og karlmennsku þess.

Karlkerling með skegg og pedagógklút selur ekki.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 18.2.2021 kl. 18:16

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Leiðrétting: 

Karlkerling í Maófötum með skegg og pedagógklút selur ekki.

Gunnar Rögnvaldsson, 18.2.2021 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband