Hiti, kuldi og hamfarir

Kuldi drepur en ekki hiti eru gömul sannindi og ný. Kuldakastið í Evrópu og Ameríku síðustu daga ætti að minna á það.

Hlýnun af mannavöldum er tilbúningur, náttúran sér um þá hlið mála, líkt og hún hefur ávallt gert.

Almennt samkomulag er um að heimurinn hafi hlýnað frá 1880, sem er algengt viðmiðunarár, um 1 gráðu á Celcíus eða þar um bil. Oft er notaður mælikvarðinn hlýnun á áratug og þá miðið við um 0,07 til 0,1 gráðu á áratug. Tímabilið 1300 til 1900 er kallað litla ísöld og tók við af miðaldahlýskeiðinu þegar Ísland og Grænland byggðust.

Þeir sem trúa á manngert verður segja síðustu áratugir sýna meiri hlýnun en 0,1 gráðu á C. Bandaríska alríkisstofnunin NOAA segir t.d. að hækkunin sé 0,18 gráður á C frá 1981 á áratug. Loftslagsvísindamaðurinn Roy Spencer finnur aftur ekki nema 0,13 gráðu hlýnun á áratug frá 1973 til dagsins í dag á meginlandi Bandaríkjanna.

Samantekið: hlýnun jarðar undanfarin 140 ár eða svo er ekki nema um ein gráða. Ekkert bendir til að sú hlýnun sé af mannavöldum. Allar líkur eru á að náttúran sé ein að verki.


mbl.is 21 látinn vegna vetrarveðurs í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ja hérna.

Það er svona þegar helmingur allra vindmylla í Texas frjósa fastar og snjórinn sest á sólfangarana. Þá þarf að aka umhverfis ráðuneytið.

Fólkið flýr hins vegar út í bílana sína og heldur á sér hita í honum (nema hjá þeim sem asnast hafa til að kaupa rafmangsbíla). Milljónir manna án rafmangs í mínus 15 til 20 stiga gaddi. Þetta kallar maður nú framfarir!

Þetta er eins og að byggja Búrfellsvirkjun úr plasti og staðsetja hana inni í eyrnahellum ráðherra.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 17.2.2021 kl. 13:53

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Gunnar er með þetta..laughing

Sigurður Kristján Hjaltested, 17.2.2021 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband