Miðvikudagur, 17. febrúar 2021
Flótti frá lágum vöxtum
Lágir vextir er orðnir vandamál. Til skamms tíma snerist umræðan um alltof háa vexti. Núna flýr fólk með fé sitt í steinsteypu heitir það í meðfylgjandi frétt.
Lækkun vaxta vegna farsóttar þjónaði þeim tilgangi að vinna gegn samdrætti. Aukin efnahagsumsvif, t.d. í fasteignaviðskiptum, fá einnig innspýtingu fjármagns sem annars færi í neyslu í útlöndum. Landinn ferðast ekki í kófinu.
Hlutabréf hækka í verði og aldrei er jafn mikið að gera og einmitt núna hjá iðnaðarmönnum sem breyta og bæta fasteignir með sólpöllum og viðbyggingum.
Líkur aukast á að kófið fjari út miðsumars eða þar um bil og við taki sterk efnahagsuppsveifla. Þá þarf að hækka vexti.
Flýja í steinsteypuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.