Þriðjudagur, 16. febrúar 2021
Metkuldi en samt glópahlýnun
Metkuldi er austan hafs og vestan. En samkvæmt áróðri sértrúarsafnaðarins um manngert veðurfar vofir sú hætta yfir heimsbyggðinni að við stiknum úr hita.
Sératrúarsöfnuðurinn og útsendarar þeirra á fjölmiðlum kappkosta að útskýra kuldakastið sem náttúrulegt fyrirbrigði. En þegar hitamet falla á sumrin eða það verður skógareldur er óðara tilkynnt að vandræðin stafi af hlýnun af mannavöldum.
Náttúran sér um veðurfar og loftslagsbreytingar. Maðurinn kemur hvergi nærri.
Veðurviðvaranir í fjölmörgum ríkjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Almáttugur Guð stjórnar veðrinu en ekki menn eða veðurguðir.
Sennilega er Guð að knýja bandaríkjamenn að útkljá viss "hitamá" með því að senda þeim kuldakast ?
Loncexter, 16.2.2021 kl. 18:23
Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir.
Hörður Þormar, 16.2.2021 kl. 19:14
Hjálpar Guð þeim sem vanvirða lög hans og jafnvel breyta þeim ? Væri gaman að sjá páfan líta hér við og svara þessu.
Loncexter, 16.2.2021 kl. 19:31
Einhversstaðar frusu vindmillur og gátu ekki framleitt yl í mannabústaði,er það einleikið?
Helga Kristjánsdóttir, 17.2.2021 kl. 00:11
Það var í sjálfri Texas sem vindmyllur frusu og ollu víðtæku rafmagnsleysi. Texas semsag sem er stærsa olíu og gasframleiðsluríki bandaríkjanna. Það er ekki ætlað til heimabrúks af trúarástæðum.
Jón Steinar Ragnarsson, 17.2.2021 kl. 01:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.