Föstudagur, 5. febrúar 2021
Biden afskrifar ekki þjóðhyggju Trump
Klerkastjórnin í Íran er komin í náðina hjá Biden-stjórninni en Sádí-Arabía í ónáð. Þessu var öfugt farið hjá Trump. Pútín í Rússlandi verður tekinn fastari tökum en áður, segir Biden og amerískir hermenn verða áfram í Þýskalandi. Trump ætlaði að kalla þá alla heim.
Lítið segir af afstöðu Biden til áforma Erdogan í Tyrklandi að auka áhrif sín fyrir botni Miðjarðarhafs, sem að einhverju marki var í samvinnu við Sádí-Arabíu.
Trumpismi er þó ekki alveg útdauður í Biden-stjórninni hvað utanríkismál varðar. Tímaritið Foreign Affairs vekur athygli á að hagsmunir bandarískra verkamanna verði í forgrunni nýrrar utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Áður en Trump kom til skjalanna var framgangur fjármálafyrirtækja efst á lista.
Batt enda á stuðninginn við stríðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Allt í bið á vesturvígstöðunum en hvað með Kína? heimsstefnan ekki flött út svona fyrstu skrefin eða hvað?
Helga Kristjánsdóttir, 5.2.2021 kl. 08:43
Hann segir eitt. Hann mun gera annað.
En...
Hvað finnst þér um þetta: https://time.com/5936036/secret-2020-election-campaign/
Þetta er speisaðasti texti sem ég hef rambað framá lengi. Þeir viðurkenna allt. Bara svona.
Ásgrímur Hartmannsson, 5.2.2021 kl. 17:14
Hvað skyldi Biden hugsa núna þegar Persarnir eru búnir að sexfalda skilvindubatterí sín sem þeir nota til að augða úran í bombur sem á að skjóta á Ísrael?
Varla hugsar hann að þetta skipti engu máli geopólitískt. Ég held að það sé áríðandi að fylgjast vel með hreyfingum i Israel. Það getur nefnilega brotist út þarna alvörustríð fyrirvaralítið. Ísraelar geta bara ekki flotið sofandi að feigðarósi meðan klerkabrjálæðingarnir í Íran brugga þeim banaráð. Og verði þarna stríð verður NorðurKórea varla látin afskiptalaus
Halldór Jónsson, 5.2.2021 kl. 18:11
Ásgrimur,meinarðu hvað mér finnst,? Ég er ekki skýr kýr,eða snýst,edda ekki um kú? þá sem nytin er dottin úr; kylfa ræður kasti,og allt gengur vel fyrir ríki heims-fréttir byrjaðar....
Helga Kristjánsdóttir, 5.2.2021 kl. 19:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.