Herinn, hræddur valdhafi og andrúmsloft haturs

Hermenn eiga að tryggja friðsamlega embættistöku Biden á miðvikudag í Washington. Óttast er að almenningur láti andúð sína í ljós þegar Biden sver embættiseiðinn.

Hræddir valdhafar styðjast við her og lögreglu til að hafa hemil á óánægðum almenningi. Til skamms tíma var slíkt ástand bundið við þriðja heims ríki. Nú eru sjálf Bandaríkin í sömu stöðu.

Yfirvöld í Washington óttast að erlendir aðilar séu að einhverju leyti ábyrgir fyrir uppreisnarhug almennings. Þetta eru sömu viðbrögð og stjórnvöld í Íran og Kína grípa til þegar á bjátar heima fyrir.

Hefð er að segja um nýkjörinn forseta að fyrstu 100 dagar í embætti séu hveitibrauðsdagar. Stefnumál og ríkisstjórn leggja línur fyrir kjörtímabilið. Biden fær sína hveitibrauðsdaga undir hervernd.

Félagsmiðlar og miðlar með forskeytið fjöl kynda undir ótta um vopnatak, samanber viðtengda frétt. Lausnin sé að vera fyrri til og gera atlögu að óvildarmönnum valdhafa áður en þeir ná að safna liði. Frjálslynt tímarit, The New Republic, segir Trumpisma bandalag hvítu yfirstéttarinnar og nái langt inn í embættismannakerfið.

Opinber umræða sem biður um og kallar eftir ofbeldi verður vanalega að ósk sinni. Vítahringur bandarískra stjórnmála dýpkar enn. Biden-stjórnin er leiksoppur atburðarásar sem ekki verður undið ofan af.


mbl.is „Ef þeir neita drepið þá, skjótið þá niður á staðnum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það má víst ekki bera þetta saman við 17 júní hátíðarhöldin á Austurvelli þar sem almenningur var gerður útlægur og gert að halda sig utan víggiriðinga sem vaktaðar voru af lögreglu - allt í boði Búsáhaldabyltingarfólks

Grímur Kjartansson, 18.1.2021 kl. 09:17

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

 "Biden-stjórnin er leiksoppur atburðarásar sem ekki verður undið ofan af."

Rangt,  Seini Jói er kannski leiksoppur, en gengið sem kom honum þangað er klárlega gerandi í málinu.

Guðmundur Jónsson, 18.1.2021 kl. 09:22

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ekkert af þessu hefði þurft ef Kaninn kynni bara að standa heiðarlega að kosningum. 

Ragnhildur Kolka, 18.1.2021 kl. 12:48

4 Smámynd: Hörður Þormar

Gamalmenni eru stórhættuleg, því eldri því hættulegri.

Reyndar má segja að Donald Donald Trump sé mesta meinleysisgrey, enda ekki nema 74 ára. Hann hefur meira að segja ekki lagt út í neitt almennilegt stríð. En hann er "þrifinn maður" og vill "gera hreint fyrir sínum dyrum" áður en hann lætur af embætti og rýma dauðaklefana þar sem menn hafa hírst áratugum saman.

Joe Biden, verðandi forseti (ef hann verður ekki drepinn áður), er miklu viðsjárverðari (menn þurfa ekki annað en að hlusta á Útvarp Sögu til þess að sannfærast um það), en hann er orðinn 78 ára.

"Skaðræðiskvendið", Nancy Pelosi, er þó miklu hættulegri, enda orðin 81 árs.

En langhættulegastur þeirra allra er þó "ógnvaldurinn" George Soros, sem ætlar að leggja niður öll landamæri og setja efnahagskerfi heimsins á hausinn, hann er að verða 91 ársyell.

Hörður Þormar, 18.1.2021 kl. 18:28

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Af hverju eru þeir svona hræddir og ofsóknarbrjálaðir. Ætli skýringin sé að þeir viti að þeir svindluðu í kosningunum og voru ekki kosnir af meirihluta landsmanna?

Ótti og ofsóknarbrjálæði fylgja alltaf slæmri samvisku og mikill ótti fylgir mjög slæmri samvisku.

Hinir óguðlegu flýja, þótt enginn elti þá, en hinir réttlátu eru öruggir eins og ungt ljón.

- Orðskviðirnir 28:1

Því að hinir hreinskilnu munu byggja landið,og hinir grandvöru verða eftir í því. En hinir óguðlegu munu upprættir verða úr landinu, og hinum svikulu verða útrýmt þaðan.

- Orðskviðirnir 2:21, 22

Theódór Norðkvist, 18.1.2021 kl. 21:54

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þegar BLM og Antifa voru að brenna heilu og hálfu borgirnar, gerði löggan og herinn ekkert nema drekka kaffi og éta kleinur.

Nú þegar það verða uppþot á Capitol Hill, sem margir telja reyndar að BLM og Antifa hafi komið af stað, þá eru 25 þúsund hermenn/þjóðvarðliðar kallaðir til!

Allt út af þessum stórhættulegu Trump-sinnum. Trump hélt samkomur þar sem hundruðir þúsunda mættu. Ekki ein rúða brotin á öllum þessum útifundum. Meðan gekk BLM og Antifa berserksgang og lagði allt í rúst.

Það voru einhverjir af þeim fangelsaðir til að sýnast og sleppt út daginn eftir án tryggingar. Þrátt fyrir að þessi samtök hafi valdið tjóni sem er metið upp á tvo milljarða bandaríkjadollara.

Theódór Norðkvist, 18.1.2021 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband