Laugardagur, 26. desember 2020
Pólitísk réttvísi í Evrópu - Spanó og Villi
Evrópusambandið á það sökótt við stjórnvöld í Póllandi og Ungverjalandi að þau þykja ekki fylgja nógu frjálslyndri réttarfarspólitík. Í eftirmálum uppgjörs við kommúnisma fara sumar Austur-Evrópuþjóðir leiðir sem falla ekki í kramið í Brussel.
MDE-dómstóllinn er virkjaður í þágu ESB gegn Pólverjum og Ungverjum. Í þessu andrúmslofti neytti Róbert Spanó færis að koma höggi á íslenskt réttarfar þar sem í hlut átti Villi stjörnulögmaður og æskuvinur Spanó. Um dómgreind Spanó þarf ekki að fjölyrða; hann er gistivinur Erdógan mannréttindaböðuls í Tyrklandi.
Landsréttarmálið snerist um hvort nýr dómstóll yrði með jafnt hlutfall karla og kvenna eða karllægur. Þar fór alþingi gegn áliti dómnefndar á fullkomlega málefnalegum forsendum. Þeir sem halda öðru fram eru í pólitík og er andskotans sama um réttarríkið.
Ekki efni til viðbragða eftir dóm MDE | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ESB er ekki aðili að Mannréttindasáttmála Evrópu og hefur því enga aðkomu að neinu varðandi Mannréttindadómstól Evrópu en hann á rætur sínar að rekja til Evrópuráðsins sem öll Evrópuríkin 47 talsins eiga aðild að.
Evrópuráðið er ekki Evrópusambandið, heldur eru þetta ólíkar og ótengdar stofnanir. Æskilegt er að hafa slík grunnatriði á hreinu áður en opinberlega eru settar fram allskonar fullyrðingar út í loftið sem standast ekki skoðun. Það ættu blaðamenn og kennarar að vita manna best.
Guðmundur Ásgeirsson, 26.12.2020 kl. 17:44
Sumir ættu að læra að lesa áður en þeir veita öðrum yfirhalningu. Í blogginu stendur hvergi að MDE sé hluti ESB, heldur að MDE hafi verið virkjaður í þágu pólitískrar stefnu ESB.
ESB er í herferð gegn Póllandi og Ungverjalandi þar sem undir er m.a. hvernig dómarar eru skipaðir í þessum ríkjum.
Björg Thorarensen, nýskipaður dómari við hæstarétt, fjallaði m.a. um tenginguna á milli dóma MDE og pólitískrar stefnu ESB í Úlfljótsgrein, sem gerð var að umtalsefni í öðru bloggi, sbr. hlekk að neðan.
Björg, eiginkonan sem varð hæstaréttardómari - pallvil.blog.is
Páll Vilhjálmsson, 26.12.2020 kl. 18:35
ESB "virkjar" ekki MDE. Evrópuráðið stofnaði hann árið 1959.
MDE framfylgir ekki pólitískri stefnu heldur mannréttindum.
Svo fer eftir pólitík hvort menn eru með eða á móti þeim.
Guðmundur Ásgeirsson, 26.12.2020 kl. 18:46
Mannréttindi eru pólitísk. Sá sem ekki veit það er ólæs, hvorttveggja á pólitík og mannréttindi.
Páll Vilhjálmsson, 26.12.2020 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.