Ódeigur þingmaður á huglausu alþingi

Alþingi lét MDE-dómstólinn í Evrópu vaða yfir sig á skítugum skónum með þeirri athugasemd að þingheimur hefði átt að greiða atkvæði um hvern og einn dómara sem skipaðir voru í nýjan landsrétt.

Ólafur Ísleifsson þingmaður afþakkar sameiginlegt hugleysi þingheims og segir:

Hver og einn alþing­ismaður gat kallað eft­ir ann­arri fram­kvæmd. Þetta þýðir að at­kvæðagreiðslan fór fram sam­kvæmt ákvörðun Alþing­is, ákvörðun lýðræðis­lega kjör­inna full­trúa á full­valda lög­gjaf­ar­sam­komu þjóðar­inn­ar.

Alþingi í heild sinni, hver og einn þingmaður, ákvað sem sagt að greiða atkvæði um einn lista dómara. Fyllilega lýðræðisleg og lögmæt afgreiðsla sem enginn með óbrjálaða dómgreind getur efast um. Í stað þess að standa í ístaðinu og vísa spanóruglinu til evrópskra föðurhúsa lyppast fulltrúar þjóðarinnar niður og kyssa vöndinn. Næsta haust þarf virkilega að grisja þingheim.


mbl.is „Enginn segir Alþingi fyrir verkum. Enginn!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Þeim Andrési Inga og Rósu Björk virðist hafa verið boðið í upp í dans af Þorgerði Katrínu. Þau utanflokka skötuhjúin hafa nú ekki enn þá vegsamað Viðreisn en  ekki  heldur stamað eitt einasta styggðaryrði um Viðreisn síðan þau lögðust undir utanflokka feldinn til að íhuga hvar þau ættu nú heima. Ég á von á því að eftir Brexit þá muni Bretland fara með himinskautum og því ætti Viðreisn að eiga erfitt uppdráttar í næstu kosningum og jafnvel þurrkast út af Alþingi en þessir kjósendur eru óútreiknanlegir og ef til vill tekst ÞKG með þessum öskrum sínum um ekki neitt að hrífa einhverja með.

Grímur Kjartansson, 16.12.2020 kl. 10:50

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

 Ólafur Ísleifsson hefur ekki verið bitinn af þeirri nødru sem eitrað hefur alla hugsun Samfylkingar, Viðreisnar og Piratar. Og er á góðri leið að lama Sjálfstæðisflokk og Vinstri græna. Ólafur þorir því að tala eins og sannur Íslendingur. 

Ragnhildur Kolka, 16.12.2020 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband