Líkami, hugmynd og heimska

Fyrsta setningin í greinargerðinni með frumvarpinu um kynrænt sjálfstæði, þar sem Simmi og Palli skiptust á skotum, er svohljóðandi:

Hluti fólks með ódæmigerð kyneinkenni skilgreinir sig sem intersex, sem stundum er útskýrt svo að það nái yfir breitt svið af meðfæddum líkamlegum einkennum sem liggi á milli staðlaðra hugmynda um karl- og kvenkyn. (Undirstrikun pv)

Líkami og líkamshlutar eru, eins og flestir ættu að vita, áþreifanleg fyrirbæri. Hugmyndir á hinn bóginn eru hugsanir, stundum studdar rökum en oft bull, heimska og kjaftæði.

Efnislegt innihald setningarinnar er þetta: kyn er hugmynd.

Sá sem trúir því að kyn sé hugmynd en ekki líffræðileg staðreynd heldur sennilega líka að Vestmannaeyjar séu stöðuvatn.

 


mbl.is „Hvers lags þvættingur er þetta?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þegar menn fara yfir þessi mörk, að afneita líffræðilegu kyni er hægt að fara útí endalaust undarlegri skilgreiningar á veruleikanum og enginn getur sagt hvar það endar. Hvernig getur Háskólinn tekið undir eitthvað eins og þetta eða hámenntað fólk? Kynjafræði, kvennaguðfræði, við erum komin á svipaðan stað eins og þegar furðuvísindi svipfræðanna tröllriðu vísindunum í upphafi 20. aldarinnar og voðaverk voru framin í nafni þeirrar speki. Þá var sagt að hægt væri að flokka göfugleika manna eftir því hvernig beinabygging þeirra væri og svipmót.

Varúðarklukkurnar hringja sem aldrei fyrr en flestir sofa á verðinum.

Þetta er eins og sagan um nýju fötin keisarans. Þegar einhver bullvísindi komast í tízku keppast flestir við að hylla þau sem miklar framfarir! 

Ingólfur Sigurðsson, 15.12.2020 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband