Þriðjudagur, 15. desember 2020
Líkami, hugmynd og heimska
Fyrsta setningin í greinargerðinni með frumvarpinu um kynrænt sjálfstæði, þar sem Simmi og Palli skiptust á skotum, er svohljóðandi:
Hluti fólks með ódæmigerð kyneinkenni skilgreinir sig sem intersex, sem stundum er útskýrt svo að það nái yfir breitt svið af meðfæddum líkamlegum einkennum sem liggi á milli staðlaðra hugmynda um karl- og kvenkyn. (Undirstrikun pv)
Líkami og líkamshlutar eru, eins og flestir ættu að vita, áþreifanleg fyrirbæri. Hugmyndir á hinn bóginn eru hugsanir, stundum studdar rökum en oft bull, heimska og kjaftæði.
Efnislegt innihald setningarinnar er þetta: kyn er hugmynd.
Sá sem trúir því að kyn sé hugmynd en ekki líffræðileg staðreynd heldur sennilega líka að Vestmannaeyjar séu stöðuvatn.
Hvers lags þvættingur er þetta? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þegar menn fara yfir þessi mörk, að afneita líffræðilegu kyni er hægt að fara útí endalaust undarlegri skilgreiningar á veruleikanum og enginn getur sagt hvar það endar. Hvernig getur Háskólinn tekið undir eitthvað eins og þetta eða hámenntað fólk? Kynjafræði, kvennaguðfræði, við erum komin á svipaðan stað eins og þegar furðuvísindi svipfræðanna tröllriðu vísindunum í upphafi 20. aldarinnar og voðaverk voru framin í nafni þeirrar speki. Þá var sagt að hægt væri að flokka göfugleika manna eftir því hvernig beinabygging þeirra væri og svipmót.
Varúðarklukkurnar hringja sem aldrei fyrr en flestir sofa á verðinum.
Þetta er eins og sagan um nýju fötin keisarans. Þegar einhver bullvísindi komast í tízku keppast flestir við að hylla þau sem miklar framfarir!
Ingólfur Sigurðsson, 15.12.2020 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.