RÚV skapar réttaróvissu

RÚV er á framfæri ríkissjóðs sem fjölmiðill í almannaþágu. Það er ekki í þágu almannaheilla að á Íslandi skapist réttaróvissa. Einhverjir aðrir fjölmiðlar, t.d. Fréttablaðið, sem styður Viðreisn og vill ríkisstjórnina burt, gætu haft pólitíska hagsmuni af réttaróvissu.

En RÚV á ekki, bara alls ekki, að grafa undan réttarríkinu. Það er svo augljóst, að ekki ætti að þurfa eyða orðum að því, að almenningur tapar á réttaróvissu.

RÚV þverbrýtur meginregluna um almannahagsmuni þegar fréttastofan birtir samsuðu úr Fréttablaðinu um að á morgun, sjálfan fullveldisdaginn, gæti skapast réttaróvissa vegna dómsúrskurðar í Mannréttindadómstóli Evrópu.

Björn Bjarnason sýnir fram á, og vitnar í dóm hæstaréttar Íslands, að engin réttaróvissa skapast hér á landi, á hvorn veginn sem dómsmálið í Evrópu fer.

Ekki aðeins er frétt RÚV efnislega röng, og þar með léleg blaðamennska, heldur er fréttin tilræði við almannahagsmuni.

Almannaþjónusta RÚV birtist okkur sem skipuleg tilraun til að eyðileggja grunngildi samfélagsins.

Það tekur ekki nokkru tali að RÚV fái fjármagn úr sjóðum almennings til að stunda skemmdarverk á almannahagsmunum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

"EFTIR HÖFÐINU DANSI LIMIRNIR?".

Ef að fólk er ósátt með rúv;

ætti kastljósið þá ekki að beinast að hinum nýja útvsarpsstjóra? 

Jón Þórhallsson, 30.11.2020 kl. 09:53

2 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Ríkissjónvarpið er löngu búið að spila út brókinni. Ganga fram af stórum hluta þjóðarinnar daglega,svo ekki sé talað um árásir á fólk og fyrirtæki. Staðan í dag er að leita þarf til útlanda til að fá fréttir. Ríkissjóður greiðir öll veiðigjöldin til RÚV.

Það er engin sjáanleg þörf fyrir almenning á stöðugum vinstri áróðri RÚV. Er ekki nokkur leið að stöðva þessa óráðsíu?

Kristinn Bjarnason, 30.11.2020 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband