Googlemarxismi

Tölvukeyrt algrím veit hver við erum sem neytendur og þátttakendur í stafrænu samfélagi. Stafræna sporið sem hvert og eitt okkar skilur eftir sig á alnetinu gerir stóra bróður auðvelt með að flokka og skilgreina einstaklinga út í hörgul.

Á 19. öld sá Karl Marx fyrir sér samfélag þar sem fólk ynni eftir getu og fengi laun eftir þörfum. Á stafrænni öld alnetsins er tæknilegur möguleiki að hrinda hugsjón Marx í framkvæmd.

Nú þegar er komin fram pólitík sem réttlætir Googlemarxisma. Formaður BSRB: ,,Ég hafna því alfarið að við ættum að lifa eftir þeirri hugmyndafræði að hver sé sinnar gæfu smiður."

Hugmyndin að fólk ráði sinni vegferð í lífinu og beri ábyrgð á afleiðingum athafna sinna (nú, eða athafnaleysi) er snar þáttur í einstaklingsfrelsi, eins og hefð er að skilja það.  

Googlemarxismi reiknar út hvað við getum, skilgreinir þarfir okkar og býr til sniðmát fyrir líf okkar. Lífið verður einfalt, skipulagt, fátækt af merkingu, án áhættu, gleðisnautt og leiðinlega langt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Yess! Þó það nú væri,tek sénsinn sem ávalt fyrr.

Helga Kristjánsdóttir, 9.11.2020 kl. 12:56

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Formaðurinn boðar einmitt það sama og hefur gefist svo illa, að pólitískir hópar sem er í aðstöðu til þess, troða gildismati sínu yfir á aðra, sem eru að þeirra áliti tossar sem aðeins þurfi að "nálgast" til að kenna þeim "sannleiksgildin". 

Formaðurinn hafnar ekki bara lærdómi kynslóðanna að hver sé sinnar gæfu smiður, heldur alfarið eins og Maó. En hvað með allt fólkið sem stundar líkamsrækt, borðar hollan mat og er stöðugt að bæta lif sitt? Í landinu eru 350 þúsund sjálfstæðir einstaklingar sem læra að forðast það sem gefst illa. t.d marxisma, öfugt við alvitringa til vinstri sem geta ekki lært af reynslunni.  Einmitt fólkið sem þykist vita hvað öðrum er fyrir bestu, hefur ekki hugmynd um hvað öðrum er fyrir bestu. 

Benedikt Halldórsson, 9.11.2020 kl. 14:26

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Tveir pólitískir andstæðingar sem ekki eru haldnir sósíalískri sérhyggju eru oftar en ekki algjörlega á öndverðum meiði en geta þó verið vinir eða í það minnsta virt hvorn annan. Þeim langar ekkert að útrýma hvor öðrum. Þeim fer fækkandi eða hvað? Getur verið að flestir séu að biða eftir að hysterían gangi niður af sjálfu sér? Að sjálfhverfir og sjálfmiðaðir sósíalistar sem nötra af "réttlátu"  hatri í garð þeirra sem eru röngu megin í skoðunum og eru að þvælast fyrir, yfirtaki ekki samfélagið? 

"Félagar" í verkó og í "menningunni" hafa lengi barist fyrir sósíalisma. Nú gæti draumur þeirra ræst með hjálp Google og félagsmiðlana. Vita þeir ekki að ritskoðun og skert málfrelsi fylgir öllum sósíalisma, alltaf. Líka ofsóknir og fangelsanir "tossanna" sem ekki láta segjast. 

Benedikt Halldórsson, 9.11.2020 kl. 15:10

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hvað varð um - Metum menntun til launa?

Ragnhildur Kolka, 9.11.2020 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband