Mánudagur, 19. október 2020
Vaxandi óþol gagnvart múslímum
Morðingi kennarans í París var skotinn á færi eins og óður hundur. Myndband af aðför lögreglu sýnir að um hábjartan dag umkringdi lögreglan manninn sem var aðeins vopnaður hnífi. Auðvelt hefði verið að ná morðingjanum lifandi, til dæmis með því að skjóta hann í hendur eða fætur.
Á myndbandinu kemur aftur fram að lögreglan tók morðingjann af lífi, skaut hann nógu mörgum skotum til að ekki þyrfti að binda um sárin. Parísarlögreglan tekur upp sömu vinnubrögð og Lundúnalögreglan síðustu misseri, að skjóta til að drepa múslímaska hryðjuverkamenn.
Í báðum tilfellum er um fjölmenningarsamfélög að ræða. Þau nenna einfaldlega ekki að rétta yfir múslímskum hryðjuverkamönnum, betra að drepa þá á staðnum. Sparar kostnað við réttarhöld og fangelsisvist. Um ástæður hryðjuverkanna þarf ekki að ræða Þetta eru fylgjendur spámannsins. Í helgiriti þeirra eru morð á vantrúuðum verðlaunuð með vist í himnaríki í faðmi óspjallaðra meyja (líklega undir lögaldri).
Frönsk yfirvöld herja nú á aðstandendur morðingjans. Skilaboðin eru þau að trúarmenning múslíma elur upp hryðjuverkamenn.
Fjögur skólabörn í haldi frönsku lögreglunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Auðvelt hefði verið að ná morðingjanum lifandi, til dæmis með því að skjóta hann í hendur eða fætur."
Auðvelt í Hollýwood-kvikmynd. Í raunveruleikanum... ekki svo mjög.
Ásgrímur Hartmannsson, 20.10.2020 kl. 17:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.