Aftaka í London

Hnífamaðurinn í London var tekinn af lífi af lögreglu eftir að hafa verið afvopnaður af almenningi. Myndskeið staðfesta aftökuna á vopnlausum liggjandi manni.

Lundúnalögreglan tók 3 hnífamenn af lífi á sama vettvangi fyrir tveim árum og annan til í Westminster-hverfinu.

Fjölmenningin í Lundúnum er komin á það stig að þungvopnaðar opinberar aftökusveitir eru reiðubúnar alla daga ársins til að eiga orð við þá sem svala trúarþörfinni með blóði almennra borgara.


mbl.is Einar sá fólk flýja frá London Bridge
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Veit einhver hverrar trúar þessi maður var

eða af hverju hann var með stóran hníf á opinberum vettvangi?

Jón Þórhallsson, 29.11.2019 kl. 21:38

2 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Hann var með gervisprengju sem þeir voru hræddir við..

Guðmundur Böðvarsson, 30.11.2019 kl. 00:31

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ætluð sprengja réttlætti dráp hans.

Makleg málagjöld? Já og nei, hann hefði verðskuldað sömu kvöl og fórnarlömbin samanlögð. En hann sleppur ekki við réttlætisdóm Drottins.

Jón Valur Jensson, 30.11.2019 kl. 04:25

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Fram hefur komið að árásarmaðurinn var dæmdur al-Kaída meðlimur á reynslulausn.

Tugir þúsunda félaga hans ganga lausir og bíða færis hér á Vesturlöndum eins og varað hefur verið margsinnis við, en þrátt fyrir það er viðstöðulaust haldið áfram að bæta í hópinn.

Þetta verður að kallast lýsandi dæmi um sjálfskaparvíti.

Jónatan Karlsson, 30.11.2019 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband