Föstudagur, 16. október 2020
Bókabúð MM lokar
Fyrir daga alnetsins og Amazon var bókabúð Máls og menningar alþjóðleg vin á Laugaveginum. Deild erlendra bóka var oft sú besta sem völ var á. Oft, vegna þess að stundum stjórnuðu verslunarstjórar með meiri áhuga á undirgreinum fagurbókmennta, s.s. sakamálum og hrollvekjum, en fræðiritum.
Á meðan Bókabúð stúdenta var enn við Hringbraut með takmarkað úrval stóð bókabúð MM sig í stykkinu á Laugarveginum. Þær eru ófáar bækurnar maður handfjatlaði fyrst á efri verslunarhæðinni í Rúblunni og urðu félagar. Ein er hvað minnisstæðust, eftir Michael Howard um stríð í Evrópusögunni. Hún var keypt í kalda stríðinu, einn kaflinn er raunar um það, og hefur elst verst, en gaf að öðru leyti innsæi i átakasögu frá Pelópsskagastríðinu að telja. Meginkenningin er að stríð og sálfræði mannsins haldast í hendur. Howard er engisaxneskur Clausewitz-sérfræðingur.
Alnetið og stafræn útgáfa grófu undan bókabúðum. Það mál kalla það framfarir. En það er eftirsjá af bókabúð MM.
Máli og menningu lokað varanlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gaman að rifja upp jólagjafakaup í Rúblunni og við það leynir tíminn á sér sem maður hefur keppst við að vera á undan (hver skilur það) alla sína löngu ævi.... Og unga hörkuduglega vinkona mín verður að hætta,eða flytja hana eitthvað annað. - - Spurning hvort Addý hefði þraukað ef borgin hefði ekki þurft þetta pláss? Eða hvað veit ég nema Rvk.hafi átt kofann.
Helga Kristjánsdóttir, 17.10.2020 kl. 01:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.