Veiðileyfi stjórnmálaflokka á unglinga

Stjórnmálaflokkar beina nú þegar athyglinni að aldurshópnum 16 til 18 ára, þótt kosningaaldur sé 18 ár.

Ef kosningaaldur er lækkaður niður í 16 ár eru fermingarbörn komin í pólitískan markhóp.

Það yrði hvorki framför fyrir æskuna né yki það lýðræði þjóðarinnar. 

Fæstir 18 ára bera ábyrgð á sjálfum sér þótt þeir nái lögaldri. Ungt fólk er á framfæri foreldra sinna fram eftir þrítugsaldri. Lýðræði felur í sér ábyrgð.

Leyfum æskunni áhyggjulausa daga.


mbl.is Vilja lækka kosningaaldur í 16 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það væri nær að hækka kosninga-aldurinn upp í 20 ára.

Að öllum líkindum hefur málshátturinn

"OFT ER GOTT SEM AÐ GAMLIR KVEÐA!"

ekki orði til af ástæðulausu.

Jón Þórhallsson, 15.10.2020 kl. 13:03

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

 Píratar og fleiri vinstrilýðskrumsflokkar reiða sig á fylgi gelgjusjónarmiðanna þar sem ekki er kafað djúpt í hlutina. Það er augljóst að þetta er ekkert nema tilraun til að auka fylgi Pírata og þeirra sem fylgja þeim að málum. 

Samt verður enn litið á unglinga sem börn þótt þetta gengi eftir, eftir að Jóhanna Sigurðardóttir lét hækka sjálfræðisaldurinn í 18 ár fór sú umræðuhefð að ryðja sér til rúms, en áður var litið á fermda unglinga sem næstum fullorðið fólk.

Ingólfur Sigurðsson, 15.10.2020 kl. 13:27

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Væri lögráðaaldurinn enn miðaður við 16 ára væri ekkert athugavert við þessa tillögu.  En hann var hækkaður uppí 18 ára á sínum tíma, kosningaaldurinn síðan lækkaður í 18 ára í samræmi við það.  Þangað til eru börnin talin  börn.
Skyldi þá líka standa til að lækka lögráðaaldurinn aftur í 16 ára? 

Kolbrún Hilmars, 15.10.2020 kl. 13:28

4 Smámynd: Egill Vondi

Hækka ber kosningaaldurinn í 30 ára.

Rannsóknir sýna að heilinn nær fullum þroska þegar menn eru 25 ára. Þá skal 5 árum bætt við til öryggis, og til að men nái að upplifa rainveruleikann í nokkur ár eftur að fullum þroska er náð.

Egill Vondi, 15.10.2020 kl. 14:12

5 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Börn vilja sósíalisma. 

Benedikt Halldórsson, 15.10.2020 kl. 14:21

6 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Þá falla niður barnsmeðlögin við 16 ára aldurinn úr því börnin

eru farin að kjósa ekki satt. Þá hafa foreldrar ekki lengur ábyrgð

á þeirra gjörningum og jafnframt verða þau sakhæf sem fullorðnir.

Það þarf að fara að loka þessum circus við austurvöll hið snarasta,

því nokkuð ljóst að þeir sem að þessu standa eru ekki með öllu mjalla. 

Sigurður Kristján Hjaltested, 15.10.2020 kl. 15:32

7 Smámynd: Þórhallur Pálsson

Ég hefði talið rétt að kosningaaldurin væri 20 ár og kjörgengisaldurinn 25 ár.

Þórhallur Pálsson, 15.10.2020 kl. 20:33

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þeim er einkum annt um börn þessum vinstri flokkum og minna á tilgang nornarinnar í Hans og Grétu. Saklaus ganga þau í gildruna þó ekki verði þau étin upp til agna,en líkindin eru ekki fjarri lagi og enn er börnum beitt í ólöglegum flutningi til lands okkar,meðan atvinnu fyrirtæki eru sett í þrot og landsmenn eiga ekkert eftir nema að herma takta mótmælenda,sem vonandi þörnumst ekki.

Helga Kristjánsdóttir, 16.10.2020 kl. 02:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband