Fimmtudagur, 8. október 2020
Sprengir farsóttin ríkisstjórnina?
Alþjóðlega umræðan um Kínaveiruna er að snúast. Bælingarstefnan tapar fylgi en hjarðónæmissinnum fjölgar. Skapadægur bælingarstefnunnar er 3. nóvember þegar Bandaríkjamenn ganga til kosninga. Trump er skilgreindur sem hjarðónæmissinni og því fylgja allir andstæðingar hans bælingarstefnunni. Að kosningum loknum hverfur Trump-hvatinn úr bælingarsinnum og um leið allur vindur.
Ísland, líkt og öll önnur vestræn ríki fylgir bælingarstefnunni. Ríkisstjórnin er með allt sitt pólitíska kapítal fjárfest í bælingunni.
Bælingarstefnan var ekki röng þegar henni var fyrst beitt síðast liðið vor. Hún var rökrétt í stöðunni, að verja samfélög smiti með sóttkví og lokunum. Vonir stóðu til að farsóttin gengi yfir á fáeinum vikum, í mesta lagi örfáum mánuðum. Til vara átti bóluefni að koma í haust ekki seinna en um áramót.
Allar þessar vonir hafa brugðist.
Höfum eitt á hreinu áður en lengra er haldið. Ef ríkisstjórn Íslands hefði ekki fylgt bælingarstefnu, líkt og aðrar þjóðir, hefði henni verið kennt um ótímabær dauðsföll af völdum veirunnar. Ríkisstjórnin hefði sprungið í vor. Bælingarstefnan var eini valkosturinn í vor og sumar.
Veðrabrigðin í umræðunni, sem verða ekki seinna en 3. nóvember bjóða upp á sérstaklega hættulegt pólitískt veðmál fyrir stjórnarliða. Ef þeir stökkva núna á vagn hjarðónæmissinna geta þeir stigið á stokk með sigurbros á vör: ,,Sagði ég ekki."
Vinstri grænir hafa mest að tapa á sigri hjarðónæmissinna. Katrín er forsætis og Svandís ber pólitíska ábyrgð á þríeykinu. Ef Vinstri grænir sjá rýtinga á lofti í Sjálfstæðisflokknum verður freistandi að verða fyrri til og segja móðurflokk íslenskra stjórnmála ekki treystandi fyrir lýðheilsu og boða til kosninga fyrr en seinna.
Sitjandi ríkisstjórn er sú skásta sem völ er á. Katrín og Bjarni og Sigurður Ingi eru skynsamlegt fólk sem maður trúir frekar til yfirvegunar en æðibunu. Þau þurfa að undirbúa sig saman undir það að bælingarstefnan er á síðasta snúningi. Það er ekkert einfalt mál en vel mögulegt með yfirvegaðri orðræðu. En það er vita vonlaust að halda yfirvegun ef ekki sæmilegur agi á þingmönnum stjórnarliða.
Svarið við spurningunni í fyrirsögn: vonandi ekki, en því miður er möguleikinn fyrir hendi.
Einhver getur dáið og þá lokum við heiminum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Meðan VG hefur heilbrigðisráðuneytið verður staðið gegn öllum tilraunum til að nýta þá afkastagetu sem til er til að fást við faraldurinn af viti. Einkareknar stofnanir standa tómar meðan ríkisreknar fyllast.
Kannski er eina leiðin að koma VG út úr stjórninni og fá í staðinn Miðflokk eða Viðreisn - minnihlutastjórn sem nýtur þá stuðnings annars hvors þessara, eða báðir gangi inn í stjórnina.
Því nú er nauðsynlegt að hætta að stinga höfðinu í sandinn og bíða. Það verður að grípa til aðgerða til að gera þennan vágest óvirkan. Eins og hefur sýnt sig alls staðar er útilokað að gera það með bælingu. Og það hefði átt að vera öllum ljóst um leið og veiran hafði dreift sér um allan heim. Raunsæi og mannúð verður að ráða, og það þarf trausta verkastjórn.
Þorsteinn Siglaugsson, 8.10.2020 kl. 19:40
Þegar 100 byrja að deyja á dag þá höfum við stöðua. hvað gerum við þá?
Halldór Jónsson, 9.10.2020 kl. 04:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.