Ísland bráðnar og frýs á víxl

Landnámsmenn byggðu sér bú á Íslandi á miðaldahlýskeiðinu er varði fram á 13. öld. Jöklar voru minni og gróður meiri. Grænland þótti henta vel fyrir norrænan landbúnað um árið 1000.

Eftir hlýskeiðið tók við litla ísöld er varði fram undir 1900. Byggð á Grænlandi lagðist af á 15. öld og stóð stundum tæpt með mannlíf á Íslandi vegna kulda og náttúruhamfara.

Eftir ísöld hlaut að hlýna. Í stað þess að fagna huggulegra lofslagi og njóta stinga sumir höfðinu í svartan eyðisand og gráta bráðnun jökla.

Merkilegast er þó að náttúrulögmálum skuli vísað á bug vegna kjána sem stinga rusli inn í töflureikni og halda að út komi sannleikur.


mbl.is Hvernig Ísland er að bráðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svo er nú líka spennandi að sjá hvað leynist þarna undir ísnum. :)
Hafa annars nokkrar rannsóknir verið gerðar vegna aldursgreiningar á íslenskum jöklum líkt og á Grænlandsjökli? Ekki man ég eftir að hafa frétt af því.

Kolbrún Hilmars, 10.9.2020 kl. 12:54

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Einhver sagði að OK væri að birtast aftur.

Guðjón E. Hreinberg, 10.9.2020 kl. 13:27

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Og Gláma sem ég var hreikin af frá fornu....

Helga Kristjánsdóttir, 10.9.2020 kl. 14:26

4 Smámynd: Hörður Þormar

Ekki má gleyma skaflinum í Esjunni, hann ber eindregið vott um kólnandi veðurfar á jörðinniyell.

Hörður Þormar, 10.9.2020 kl. 15:38

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Einmitt Hörður, skaflinn í Gunnlaugsskarði.  Miklu merkilegri en OK-ið í augum okkar höfuðborgarbúa.  Við fylgjumst spennt með honum á hverju ári.

Kolbrún Hilmars, 10.9.2020 kl. 17:07

6 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Síðustu ísöld lauk vegna þess að ísinn bráðnaði vegna hlýn­unar sem enn bræðir ísinn. Með sama rykkjóttu áframhaldi munu allir jöklar bráðna. Það er alls ekkert til að hafa áhyggjur af. Það er eins þegar maður kaupir Valdís, hann bráðnar í heitum munni. Það eina sem getur huggað fólkið sem grætur jöklana er að blessuð ísöldin komi aftur. Þá verður landið aftur einn jökull. 

Benedikt Halldórsson, 10.9.2020 kl. 18:26

7 Smámynd: Hörður Þormar

Benedikt Halldórsson, það er nú gott að geta verið áhyggjulaus.

Ef allir jöklar bráðnuðu, þá myndi yfirborð sjávar hækka um tugi metra. Við það myndu milljarðir manna missa heimili sín, burt séð frá öðrum umhverfisáhrifum. En kannski er alveg ástæðulaust að hafa áhyggjur út af því.

Ég vona bara að þú búir nægilega hátt yfir núverandi sjávarmáli til þess að þú "vöknir þá ekki í fæturna"cool.

Hörður Þormar, 10.9.2020 kl. 21:00

8 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Hlýindaskeiðið sem hófst fyrir meira en tíu þúsund árum bræðir jöklana - hægt og rólega.  Það er nákvæmlega ekkert sem hægt er að gera til að breyta því. 

Benedikt Halldórsson, 10.9.2020 kl. 21:36

9 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Af hverju fór að hlýna?

sddefault

Benedikt Halldórsson, 10.9.2020 kl. 21:56

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þá er það Örkin fullkomin og sigla í var til að ná í vistir og vatn.(ekki verður sjórinn saltlaus)

Helga Kristjánsdóttir, 11.9.2020 kl. 02:27

11 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Fyrir meira en fimm þúsund árum varð gríðarlegt flóð. Doogerland fór smám saman í kaf. 

D1

Benedikt Halldórsson, 11.9.2020 kl. 04:40

12 Smámynd: Benedikt Halldórsson

7508025974_60ed2ffcd8_b

Benedikt Halldórsson, 11.9.2020 kl. 05:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband