Gáfaður Trump eða ofurgreindur?

Trump er kominn á þann stall að nú er spurt hvort hann sé gáfaður eða ofurgreindur. Í baksýnisspegli nýliðinna missera á kórónuveirutíma er reynt að leggja mat á hvort forsetinn hafi haft um það bil rétt fyrir sér eða hárrétt.

Bitamunur en ekki fjár, myndu sumir segja. En í Trump-fræðum er hver arða sönnunargagna tínd til og höfð til marks um ofurmennsku glókolls.

Með því að fylgjast með umræðunni um Trump fæst innsýn í söguleg fræði. Til dæmis hvernig á því stóð að rómverskir keisarar urðu guðir í lifandi lífi.


mbl.is Gerði lítið úr faraldrinum en vissi betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hlutverk forseta Bandaríkjanna er ávallt það að hræða þjóðina, draga úr henni máttinn og heppa hana niður í kjallarann (til Bidens). Aðeins sannur þjóðarleiðtogi uppfyllir öll þessi skilyrði. 

Hugsið ykkur alla "blaðamanna glæpina" sem Winston framdi með því að tala kjark í bresku þjóðina, allt frá fyrstu stund hans í embættinu mikla.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 10.9.2020 kl. 10:40

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Betri borgarar fyrirlíta Trump, þeim finnst hann nautheimskur. Það gerir þá sjálfa svo miklu betri. Það sama gildir líka um hina til hægri. Þeir góna og góna til að finna eitthvað kusk til að næra fyrirlitninguna sem endar alltaf með því að þeir setja þá sem fyrirlíta á stall - óvart.

Benedikt Halldórsson, 10.9.2020 kl. 12:00

3 Smámynd: Jón Árni Bragason

Það má nú vera öllum ljóst að Trump er ekki heill á geði.  Og líklega nautheimskur í ofanálag.

Jón Árni Bragason, 11.9.2020 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband