Sunnudagur, 6. september 2020
Kynþokki öfganna í augum miðaldra fólks
Dagblöðum með ranga skoðun á meintum loftslagsbreytingum af mannavöldum var lokað af öfgahópi er kennir sig við útrýmingu og uppreisn. Gerðist í höfuðborg Bretlands.
Douglas Murray í Telegraph vekur athygli á tvennu. Dagblöðin sem voru skotmörkin eru öll til hægri í pólitíska litrófinu. Í öðru lagi er stórt hlutfall aðgerðasinna í útrýmingu og uppreisn miðaldra fólk í þokkalegum efnum.
Þessu fólki leiðist, segir Murray, og finnur tilgang í lífinu í öfgahópi með trúarívafi.
Líffræðin virkar þannig að upp úr miðjum aldri dofnar kynhvötin. Tilgangur lífsins verður óskýrari þegar fólk hættir barneignum. Óstabílir einstaklingar, yfirleitt vinstrimenn, finna sér tilgang í trúarkreddum, einkum ef hún felur í sér heimsendi.
Í einni setningu: glötuð gredda verður kredda.
Mótmæltu meintum mistökum fjölmiðla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað varð eiginlega af gráa fiðringnum?
Ragnhildur Kolka, 6.9.2020 kl. 09:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.