Hvað með Sundabraut, Viðreisn?

Sundabraut er þjóðhagslega hagkvæm og ætti að skipa sérstakan sess hjá Viðreisn, sem vill auka opinberar framkvæmdir á tíma efnahagssamdráttar.

En, nei, það er engin Sundabraut á óskalista Viðreisnar.

Hvað veldur?


mbl.is Vilja snarpari viðbrögð ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Biddu fyrir þér;Sundabraut á dagskrá Viðreisnar!? það er páfinn sem rekur á eftir loftslagsaðgerðum,endurheimta votlendi og móa.- Hvernig á þessi þjóð að komast af án landbúnaðar og til þess þarf að rækta tún.Aukum grænmetis ræktun og nýtum umframrafmagn á spotpris fyrir ræktendur og gangverkið fer á stað aftur og við þeytumst á eðalvögnum okkar um allar brautir sunda.

Helga Kristjánsdóttir, 3.9.2020 kl. 17:01

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Þær fjárfestingar sem farið verður í eiga að skila hagnaði því annars er bara verið að taka lán sem barnabörnin þurfa að borga - kúlulán?

Síðan er gallinn að það virðist vera flutt inn vinnuafl fyrir allar  framkvæmdir svo atvinnuleysi meðal íslendinga lækkar ekkert þó vegir séu lagðir, brýr byggðar og stórhýsi reist

Grímur Kjartansson, 3.9.2020 kl. 17:26

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Deyttur einhverjum í hug að Reykjavíokurborg sem er svo gjaldþrota að ferkari lántak er ekki í myndinni þar sem hún er ógjaldfær, fari að hugsa um umferðarmannvirki?Þórdís Lóa til dæmis?Hjálmar, Dagur Bé?

Halldór Jónsson, 3.9.2020 kl. 17:33

4 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Kannski er Benedikt Jóhannesson ekki lengur "kjölfestu-hugsuður" í þessum stjórnmálasamtökum. Vek athygli á grein hans í Mogganum þar sem fyrirsögnin og inngangur vekur manni ugg um að þessi maður hafi fengið þungt höfðuhögg og/eða væri kominn í bland við tröllin í borgarstjórnaarmeirihlutanum.

En, nei, niðurlagið á greininni birtir blessunarlega heilbrigða hugsun: Sundabrautin er hið besta mál - þrátt fyrir allt!

Ætli veran í meirihlutanum sé þeim í Viðreisn ekki ámóta kræsileg og að drekka ógeðsdrykk með bros á vör :-) 

Flosi Kristjánsson, 3.9.2020 kl. 19:45

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hlustaði á Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar í Reykjavíkurborg, á útvarpi Sögu í gær.  Þegar Pétur Gunnlaugsson spurði hana út í viðræður milli LANDRÁÐAFYLKINGARINNAR, VIÐREISNAR, PÍRATA og VG, vegna ríkisstjórnarsamtarfs eftir Alþingiskosningar á næsta ári, sagðist hún halda að þetta væru bara KJAFTASÖGUR en það fólst jafnframt í orðum hennar að VIÐREISN væri alltaf tilbúin til samstarfs, fyrir nægilega "HÁTT VERÐ", MEÐ ÖÐRUM ORÐUM AÐ VIÐREISN VÆRI LÍTIÐ ANNAÐ EN RÁNDÝR GÖTUMELLA".....

Jóhann Elíasson, 4.9.2020 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband