Þriðjudagur, 1. september 2020
Stóra ekki-málið: klukkan
Ef eitthvað virkar á ekki að fikta með það nema ærnar ástæður séu til. Aldrei var ástæða til að hræra í klukkunni. Það virkaði að hafa engan mun á sumar og vetrartíma. Allir vissu það sem vildu.
En flokkur, sem nú er flestum gleymdur, Björt framtíð, fannst klukkumálið sniðugt og hratt því úr vör á alþingi. Ýmsir stukku á vagninn eins og gengur þegar popúlistar eiga í hlut.
Málið, sem átti aldrei að vera á dagskrá, er afgreitt.
Ekki gerðar breytingar á klukkunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er þetta ekki bara málið:
Þessi ákvörðun gæti einnig dreift álaginu á gatnakerfið
í rvk yfir lengra tímabil á morgnanna.
Jón Þórhallsson, 1.9.2020 kl. 11:58
Alveg frá því að ég var í Stýrimannaskólanum í Reykjavík (um 1980) hef ég gert mér grein fyrir því að Ísland væri ekki á RÉTTU tímabelti. Fyrstu réttlætinguna fyrir því heyrði ég að væri vegna þess að vegna VIÐSKIPTA VIÐ EVRÓPU væri betra að hafa þetta svona. Nú eru þessi rök rokin út í veður og vind og þar sem megnið af viðskiptum fer fram í gegnum netið skiptir þetta litlu máli lengur og svo skal þess getið að viðskipti við Evrópu eru minnihluti viðskipta landsins. Mér hefur alltaf fundist að landið eigi að vera á RÉTTU tímabelti og ég tala nú ekki um ef þarna er um lýðheilsumál að ræða....
Jóhann Elíasson, 1.9.2020 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.