Miðvikudagur, 19. ágúst 2020
Alþjóðaveiran og landvarnir
Farsóttarvörn er landvörn, skrifaði alþjóðasinnaður vinstrimaður á fésbók. Hitti þar naglann á höfuðið. Kórónuveiran er alþjóðleg en varnir gegn henni eru allar staðbundnar.
Veiran styrkir þjóðríkið meira en nokkur annar atburður í seinni tíma heimssögu.
Fátt er svo með öllu illt að ei boði nokkuð gott.
Landamærafyrirkomulag muni vara lengi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Réttasta leiðin til að lágmarka nýgengi pestarinnar væri sú að einangra þau svæði þar sem smit er í vexti, en ekki þau svæði þar sem það er sáralítið. Til þess þyrfti hins vegar samhæfðar aðgerðir allra ríkisstjórna heims. Hinar staðbundnu varnir gera hins vegar sáralítið gagn. Ný bylgja í lokuðu Nýja-Sjálandi sýnir þetta svart á hvítu.
Þorsteinn Siglaugsson, 19.8.2020 kl. 09:41
Styrkist þjóðríkið við efnahagshrun, fjöldagjaldþrot og langtímaatvinnuleysi? Mér dettur í hug að núverandi knosun aðalatvinnugreinar landsbyggðarinnar,ferðamennsku, mætti túlka sem skref í átt til sjálfbærrar þróunar eins og hún er skilgreind í samþykktum Sameinuðu Þjóðanna sem Ísland er aðili að. Lsndbúnaðinum hér heima hefur svo gott sem verið komið fyrir kattarnef af ESB og nú er röðin komin að ferðamennskunni. Er ætlunin að tæma sveitirnar? Kenningin um "sjálfbæra þróun" er að víðerni sveitanna eigi að vera ósnert og ómenguð af mönnum og "njóta vafans" á meðan mönnunum er pakkað saman í þéttingu byggðar.
Guðjón Bragi Benediktsson, 19.8.2020 kl. 09:57
Ég tek undir með Guðjóni Braga, hann hittir naglann á höfuðið.
Tómas Ibsen Halldórsson, 19.8.2020 kl. 10:32
Sama geri ég Tómas en,svo hugsa ég til tímans þegar ég uppgötvaði smátt og smátt nýjan tíðaranda og neikvæðan áróður um Ísland og einkennilegan fréttaflutning RÚV;Um leið og gamalgrónir pólitískir flokkshestar urðu úthverfir.En fljótlega verð ég þreytt á að skrifa en trúi að Ísland njóti ávaxtana af stríti sínu og seiglu gegnum árin. Mb,Kv.
Helga Kristjánsdóttir, 22.8.2020 kl. 01:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.