Farsóttarpólitík: opið eða lokað, vinstri og hægri

Frjálslyndir og vinstrimenn eru hallari undir bönn og höft í farsóttarvörn en hægrimenn, sem taka vara á skerðingu frelsis er fylgir boðum og bönnum.

Miðjumenn reyna að finna raunsæja málamiðlun með hóflegum höftum.

Fjórði hópurinn er tækifærissinnar sem sitja á grindverkinu en hoppa af því þegar öllu er óhætt og segjast alltaf hafa vitað hvernig ætti að gera hlutina.

Ein breyting, sem farsóttinni fylgir, er að persónuleg ábyrgð hvers og eins verður meiri. Það er brýnt að smitast ekki og, sé maður smitaður, að smita ekki aðra. Takmörk opinbers valds verða augljósari. Hægt er að setja reglur en ef ekki er tiltrú á stjórnvaldinu verður ekki farið eftir reglunum.

Farsóttin breytir lífi fólks. Breytingum á lífsháttum fólks fylgja pólitískar breytingar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Aðeins tveir kostir í stöðunni.  Fullt frelsi fyrir íbúa með sóttkví ferðalanga, eða skert frelsi íbúa og opið land fyrir ferðalanga.

Kolbrún Hilmars, 9.8.2020 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband