Fimmtudagur, 6. ágúst 2020
Veðurfréttir Grétu
Á bls. 20 í Mogga dagsins segir af veðri:
Nýliðinn júlí var fremur kaldur miðað við það sem algengast hefur verið á síðari árum, samkvæmt tíðarfarsyfirliti Veðurstofunnar. Árið í heild hefur til þessa verið kaldara en meðaltal síðustu 10 ára.
Engin hlýnun sem sagt. Borgaralegar útgáfur eru smátt og smátt að átta sig á að glópahlýnunin er mest glópska og svindl en minnst hlýnun, t.d. þýska útgáfan Die Welt.
Hvað gera glópar þá? Jú, bíða eftir nýju handriti, - eins og Gréta Thunberg.
Athugasemdir
Hafi ég tekið rétt eftir, þá kom það fram í fréttum að á Svalbarða hafi mælst hæsta hitastig í hundrað ár. Og frá Síberíu er víst svipaða sögu að segja.
En kannski eru það bara falsfréttir og uppspuni frá þeim "þokkahjúum" Grétu Thunberg og Al Gore.
Hörður Þormar, 6.8.2020 kl. 18:06
Jú, jú, Hörður, fjölmiðlar eru duglegir við að fræða okkur um þá hitapolla sem myndast á jarðkringlunni. Minna fer fyrir fréttum af kuldum, þó af nægu sé að taka. Noregur, Alparnir, Ástralía og Sahara svo einhverjir staðir séu nefndir, þar sem kuldamet hafa fallið í sumar. Jafnvel þarf að fara 140 ár aftur í tímann til að fá samanburð sumra þeirra.
Gunnar Heiðarsson, 6.8.2020 kl. 19:35
Það sem aldrei kemur fram í umfjöllun um veðurfar er orðið "skotvindar", en sem betur fer má bæta úr því með tilvísun í svolítið lesefni (auðlesið):
https://electroverse.net/the-changing-jet-stream-and-global-cooling/
Geir Ágústsson, 6.8.2020 kl. 21:32
"Engin hlýnun" sem sagt á því hlýindaskeiði sem verið hefur síðan um aldamót, af því að júlí síðastliðinn var einn af þremur svölustu júlímánuðunum á þessu skeiði, en mun hlýrri en var á síðustu öld.
Það er þar að auki fáfengilegt að miða hlýnun eða kólnun hitafars á jörðinni út frá einstökum smáblettum eins og Íslandi, eða að kasta snjobolta inn á fund í Bandaríkjaþingi sem sönnunargagni um kólnun veðurfars á allri jörðinni í heild.
Í öllum tölvulíkönum um hitafar á jörðinni næstu öldina, sem ég hef séð síðan 1996, eru þrír kuldapollar og einn þeirra er fyrir suðvestan Ísland, en hlýnunarsvæðin eldrauðu eru yfir meginlöndunum og báðum heimskautasvæðununum.
Ómar Ragnarsson, 6.8.2020 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.