Boðaðri kreppu aflýst

Í byrjun ágúst birtust ársfjórðungstölur hagkerfa og sýndu hressilegan samdrátt vegna farsóttar. Viku seinna trítla inn hagtölur fyrir júlí og segja allt aðra sögu. Útflutningur Þýskalands eykst meira en hann hefur gert í 30 ár, um tæp 15 prósent.

Sérfræðingur Telegraph í viðskiptum segir breska hagkerfið taka við sér og biður þá svartsýnu að anda í poka.

Enn er of snemmt að aflýsa formlega margboðaðri kórónukreppu. Fyrirsjáanlega munu sumar atvinnugreinar, t.d. ferðaþjónusta, glíma við erfiðleika næstu mánuði.

En það er ekki bannað að vera bjartsýnn.


mbl.is Útflutningsgreinar líða fyrir samdrátt erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband