Þróunarhjálp Samherja í Namibíu

Samherji bjó til verðmæti í Namibíu, störf og sjávarafurðir. Þetta má kalla þróunarhjálp en er auðvitað fyrst og fremst viðskipti.

Arðrán er pólitískt hugtak, ættað frá Karl Marx. Öll launavinna, þar sem einn selur vinnu sína en annar kaupir, er arðrán í ströngum marxískum skilningi. Allir launþegar eru þar með arðrændir, sem sýnir að hugtakið er merkingarleysa.

RÚV tók að sér að draga upp þá mynd af starfsemi Samherja í Namibíu að þar færi fram arðrán. Öll umfjöllun RÚV byggði á einni heimild sem, vægt til orða tekið, er ekki trúverðug

Í Namibíu er spilling, um það er engum blöðum að fletta. En Samherji er hvorki upphafið né endirinn á þeirri spillingu. Saga Samherja í Namibíu er um viðskipti, sem urðu bitbein og súrnuðu.


mbl.is Hafna ásökunum um arðrán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Samherji hlýtur þá að senda reikning fyrir tapinu.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.8.2020 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband