Ingibjörg Sólrún, alþjóðahyggjan og fjölmenning

Ingibjörg Sólrún fyrrum ráðherra og formaður Samfylkingar segir farir sínar ekki sléttar á alþjóðavettvangi. Þrjú múslímaríki hröktu hana úr starfi hjá alþjóðlegri stofnun, ÖSE, sem lætur sig mannréttindi varða.

Í viðtali við RÚV saknar Ingibjörg Sólrún Bandaríkjanna, sem áður voru kjölfestan í alþjóðlegu samstafi. Bandaríkin hefðu slegið á putta múslímaríkjanna með sorglega mannréttindasögu.

En hvers vegna hafa Bandaríkin dregið sig úr alþjóðlegu samstarfi af þessu tæi?

Jú, vegna þess að kratavinir Ingibjargar Sólrúnar í Evrópusambandinu gerðu fjölmenningu að sáluhjálp í alþjóðsamstarfi. Í anda fjölmenningar mátti ekki segja upphátt að vestræn mannréttindi eru ósamrýmanleg íslam, múslímatrú. Miðaldamenningu múslíma var gert jafn hátt undir höfði og vestrænni mannréttindamenningu. Til að bæta gráu ofan á svart lætur krataliðið, stundum kallað frjálslynda vinstrið, sér vel líka að múslímaríki nota alþjóðastofnanir í skefjalausu áróðursstríði gegn Ísrael - sem er eina lýðræðisríkið í miðausturlöndum.

Múslímsk uppsögn Ingibjargar Sólrúnar sýnir svart á hvítu að hugmyndin um algild mannréttindi er bábilja. Mannréttindi eru einskins virði nema þau séu varin með valdi. Fjölmenning gerir ekki ráð fyrir að ríkisvald tryggi mannréttindi.

Karl Marx, andlegur faðir vinstrimanna, vissi sem er að hugmyndafræði er einskins virði gagnvart hlutlægum veruleika. Valdið er hlutlægt, mannréttindi eru huglæg.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Ingibjörg Sólrún hefur sannað sig sem illfygli í stjórnmálum. Það væri merkilegt ef hún hefði verið öðruvísi í samstarfi við muslímana í ÖSE

Halldór Jónsson, 19.7.2020 kl. 11:10

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ingibjörg Sólrún !!! ja sveiattan, sama bullið og nú lekur úr Degi kjálka lausa Reykjavíkur riðli.

Hrólfur Þ Hraundal, 19.7.2020 kl. 13:39

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Pólitískar skoðanir Ingibjargar Sólrúnar skipta ekki máli - í þessu máli heldur yfirgangur miðaldaskoðana annarra.
Hver verður annars eftirmaður hennar hjá ÖSE?

Kolbrún Hilmars, 19.7.2020 kl. 14:07

4 Smámynd: Hörður Þormar

Ekki veit ég um aðra, en mig tekur það ekki óskaplega sárt þó að Ingibjörg Sólrún goggi smávegis í Erdogan og félaga hans.

Hörður Þormar, 19.7.2020 kl. 14:22

5 Smámynd: Birna Kristjánsdóttir

Ingibjörg Sólrún!

Ingibjörg Sólrún komin til Íslands. Afhverju var henni hleypt inn í landið? Hún er landráðamaður í mínum huga og margra annarra. Hvað er hún að kvarta, búin að vera á ríkisspenanum (og er kannski enn) síðan í hruninu í algjörlega vonlausum og tilgangslausum störfum.

Hún er núna að komast á feit ríkiseftirlaun og við (sem erum ekki þjóðin)látin borga! Að hún skuli voga sér að amta kjafti er svakalegt, hrokinn og frekja alveg yfirgengileg.

Birna Kristjánsdóttir, 19.7.2020 kl. 15:39

6 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Er það ekki rétt að Ameríka eins og við þekkjum hana sé land hinnar eiginlegu "fjölmenningu" 

Það land hefði ekki þróast í þá átt sem er nú nema aðkomu innflytjenda.

Höfundur verður nú að kanna sögubækurnar aðeins betur.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 19.7.2020 kl. 16:28

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þar til nýlega hafa innflytjendur í BNA lagað sig að lögum landsins og lotið stjórnarskrá þess. Nú virðist hins vegar upp á þeim tippið. Öskrandi marxískir BLM-liðar og fasískar Antífa-bullur æða um götur og eira engu sem á vegi þeirra verður. Ekki mjög uppbyggilegt en lætur sem ljúfir tónar í eyrum Samfóistanna á RÚV.

Ragnhildur Kolka, 19.7.2020 kl. 19:54

8 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ragnhildur , Skrifaðir þú allt þetta sjálf eða fannst þú þetta allt saman á netinu ? 

Ekki frá því að þetta hafi allt sést áður, stundum sem bull en þó aðallega sem þvættingu og já, í annarri röð.

Tók þó eftir því að það vantaði að láta Soros fylgja með....gleymdist það ? 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 19.7.2020 kl. 21:36

9 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Takk Sigfús, alltaf sami bjargvætturinn. Auðvitað ert þú með það á hreinu hvaðan peningarnir koma.

Ragnhildur Kolka, 19.7.2020 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband