75% fordómaleysi

Þrír af hverjum fjórum starfsmönnum Reykjavíkurborgar verða ekki fyrir fordómum í starfi. Sá fjórðungur sem verður fyrir fordómum líður fyrir að vera erlendur, stríðir við vanheilsu, er á röngum aldri eða kyni, ekki í meðalþyngd, er fatlaður, með trúarskoðun eða kynhneigð sem er fordæmd.

Ef listinn er tæmandi vekja áhugamál ekki fordóma og heldur ekki stjórnmálaskoðanir né húðlitur eða hár- og augnlitur. Fjölskylduaðstæður og stjörnumerki eru samkvæmt þessu fordómalaus og jafnframt klæðaburður. Hreinlæti, eða skortur þar á, er ekki tilefni til fordóma.

Það flækir málið að fordómar eru settir í flokk með ,,skorti á virðingu í starfi." Þannig mælast ekki fordómar gegn óstundvísi, leti og hyskni.

Að öllu virtu er 75 prósent fordómaleysi fremur hátt hlutfall. Sé tekið mið af umræðunni almennt hefði mátt ætla hlutfallið öfugt, að allur þorri fólks yrði fyrir fordómum út af stóru eða smáu. Við búum jú í aðfinnslusamfélagi pólitísks rétttrúnaðar.


mbl.is 25% nefna fordóma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Á vinnustöðum eru samskipti of góð!

Gerðar eru mælingar þar sem undirmenn vega yfirmenn - á blaði - sem sálfræðingar hafa búið til. Yfirmenn sem ekki skilja að hvorki einelti né kynferðislegt áreiti er liðið á vinnustaðnum eru reknir.

Já, samskiptin eru of góð.

Hvað verður um allt fólkið sem er í stríði við raunveruleikan og berst eins og ljón við ímynduð mein - í fullu starfi - þar sem gengið er út frá því að íslendingar sem ekki eru flokksbundnir til vinstri, séu mestu rasistar og nasistar síðan mælingar hófust? Undir það tekur marxíski kúltúrinn einum rómi. Lygarnar skila miklum virðisauka í þjóðarbúið.

Það yrðu sko mögur "síldarleysisár" ef óraunveruleikinn hyrfi eins og síldin. 

Benedikt Halldórsson, 19.6.2020 kl. 13:26

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þetta fólk gengur víst eða hjólar allt í vinnuna, því annars væri það staðsett í 75% hópnum. Þar sem við óbreyttu borgarbúarnir erum sem þurfum að komast ferða okkar á bíl.

Ragnhildur Kolka, 19.6.2020 kl. 13:54

3 Smámynd: Örn Einar Hansen

Engar áhyggjur, Guð er á leiðinni. 70% af Kína, er núna undir vatni ... öll uppskera ónýt.  Guð hótar Wuhan tortímingu ... stíflan í Sichuan, mun bresta ... bara spurning hvenær, hún er þegar farin að svigna ... og þegar hún fer, mun allt Wuhan drukna. 12 miljónir manna, láta lífið ... peking er of upptekið, við að loka alla inni, vegna vírusar hættu ... sem ekki er til staðar. Vírusinn, sem þeir bjuggu til og er ástæða reiði Guðs.

Þegar Guð er hættur við kína. Hvers mega þeir vænta sín, sem börðu konur til dauða í óeirðum?

Kanski kominn tími til að vatna blóminn, fara í kirkju og hætta að lesa "fake news" frá CNN o Co. ?

Örn Einar Hansen, 19.6.2020 kl. 15:17

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Nú keppist fólk við að dásama "Black Lives Matter" til að sýna svörtum stuðning og til að sanna að það hafi enga fordóma. Það er álíka  eins og að dásama karrí þegar einhver minnist a Indland. Fólk þekkir þó íslenskt karrí en ekki BLM. 

BLM eru rammpólitísk ólýðræðisleg samtök sem alls ekki eru fulltrúar allra með dökka húð. Samtökin spila á fáfræði, sýndarmennsku og ótta. BLM eru fasísk samtök. 

Demókratar boðuðu borgaralega óhlýðni (civil unrest) áður en Trump var fluttur inn í Hvíta húsið með sængina sína. 

Nú hefur "Black Lives Matter" tekið bandarísku þjóðina í gíslingu sem líkar það bara nokkuð vel. Kjörnir fulltrúar demókrata (og margra repúblikana) eru með bullandi sektarkennd og hlýða ólýðræðislegri hreyfingu BLM í einu og öllu í von um fyrirgefningu synda sinna, en þar með eru Demókratar komnir í andstöðu við eigin hugsjónir. 

Það má kannski segja að BLM sé svarta útgáfan af frumstæðum hvítum træbalisma, ásamt "eðlilegri" hörmungarþróun (identity) dilkastjórnmála, þar sem uppruni fólks og hörundslitur skiptir öllu máli. Hvítir karlar eru sekir og skulda öllum heiminum. Þeir sem reyna að koma í veg fyrir að styttan af Winston Churchill sé eyðilögð eru samkvæmt RÚV - hægriöfgamenn eða nasistar. 

Ethnic nationalism, also known as ethnonationalism, is a form of nationalism wherein the is defined in terms of ethnicity.

An ethnic group or ethnicity is a category of people who identify with each other, usually on the basis of presumed similarities such as a common language, ancestry, history, society, culture, nation or social treatment within their residing area.

Bandaríkin byggja á  borgaralegum (civic) nasjónalisma sem sameinar allskonar fólk með allskonar uppruna. En þeir sem ekki vilja leggja niður landamæri og verða við kröfum um eyðingu þjóðríkis eru rasistar og nasistar samkvæmt hinum nýja frumstæða sið. Það er ekkert andrými lengur fyrir rök, samræður, vísindi, sannanir eða aðra vitræna vestræna siði. 

Civic nationalism, also known as liberal nationalism, is a form of nationalism identified by political philosophers who believe in an inclusive form of nationalism that adheres to traditional liberal values of freedom, tolerance, equality, and individual rights.

Benedikt Halldórsson, 19.6.2020 kl. 16:51

5 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Það er hægt að draga úr hverskonar ofbeldi með skynsemi og hugarró. Vinnustaðir á Íslandi eru gott dæmi um það.  

En óttinn við "fordóma" gagnvart "sumum" er sjúklegur. Við erum öll einstaklingar, við deyjum öll, líka "hvítir" með forréttindi sín. Það er ömurlegt þegar fólk aumkvar sig svo yfir "hópum" að komið er fram við einstaklingana í "aumingjahópnum" eins og óvita - ekki jafningja. Það er bara ávísun á ofbeldi ofbeldismanna innan "hópsins" sem vita sem er að ofbeldið er alltaf  "hvíta" fólkinu að kenna. Ég sé Guðmund Andra í anda...

Black Lives Matter has become more powerful, and more popular with the public. Why is that exactly? Because they’re getting what they want. That’s the most basic sign of strength. Three weeks ago, Black Lives Matter demanded that cities defund their police. Today, the mighty NYPD — the biggest police department in the country, the most sophisticated in the world — announced it is abolishing its entire plainclothes division. 600 people. Gone for good. Because Black Lives Matter wanted it done. And now it is done. That’s not bluffing. It’s not tweeting. That’s real power.

Sagði Tucker Carlson

Fólk óttast valdið....fólk óttast BLM.

Benedikt Halldórsson, 19.6.2020 kl. 19:43

6 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Black Woman EXPOSES the BLM Agenda!

Það er rasismi eða réttara sagt mikilmennskubrjálæði þegar "frjálslyndir" ímynda sér að "svartir" einstaklingar geti ekki bjargað sér sjálfir. Það sýnir aðeins  hversu grunnir "frjálslyndir" eru. Samkenndin ristir ekki djúpt. Gera engan greinarmun á ofbeldissamtökunum Hamas og alþýðufólki í Palestínu sem verður að gera sér ofbeldið að góðu. Forseti ASÍ setur ekki út á Hamas! "Frjálslyndir" gera engan greinarmun á BLM og duglegu, vinnusömu fólki með dökka húð sem þarf alls ekki vorkunn eða "stuðning" fólks sem málar BLM á andlit sýn. 

Benedikt Halldórsson, 19.6.2020 kl. 21:05

7 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Nú hefur  brosandi varaþingmaður VG fengið háan styrk til að vinna gegn fordómum og halda uppi þeim áróðri, að karlmennska leiði til rasisma. 

En vegna þess að hægri sinnaður maður er síbreytileg vera með ríka aðlögunarhæfni eru "viðmiðin" sem "baráttan" byggir á, löngu horfin, aðeins búkur liðins tíma. En þá kemur virðisauki lyginnar sterkur inn. En "fræðin" byggja á þeim djúpa ímyndaða sökkli, að karlmennskan og aðrir eiginleikar mannsins geti ekki breyst án að aðkomu þeirra sjálfra, og því þurfi "baráttu" stjórnsams fólks á ríkisstyrkjum, sem telur sig vita allt og skilja allt - hvernig komi skuli mönnum til manns. 

Benedikt Halldórsson, 20.6.2020 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband