Þriðjudagur, 9. júní 2020
Viðreisnarfasismi: Trump, Hitler og Stalín
Stofnandi Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson, leggur til nýja skilgreiningu á fasisma í Moggapistli. Hann hrúgar saman þeim bandaríska Trump, þýska Hitler og sovéska Stalín.
Andstæðingar fasista eru ,,góða fólkið", að sögn Benedikts.
Í meðförum fyrrum formanns Viðreisnar er fasismi ekki lengur hugmyndafræði heldur manngerðir. Fasisti er sá sem notar ofbeldi, íkveikjur og hótanir til að fá sínu framgengt.
Fasistar samtímans búa til ímyndaðan óvin, ,,kerfið", til að réttlæta skemmdarverk og vandalisma.
Hvað gerir góða fólkið? Jú, það hvetur fasista til dáða í von um pólitísk tækifæri. Því hvað er aumara en að vera á besta aldri með mikla löngun að láta að sér kveða, en samt fyrrverandi?
Athugasemdir
Hænsnagangur Viðreisnar frá fyrrverandi og núverandi formanni með hræsnina í forgrunni og beturvitund umfram alla hefur ekki áhrif á mig og ég held ekki Trump heldur.
Halldór Jónsson, 9.6.2020 kl. 08:50
Margir sérfræðingar og "górilluapaforingjar" hafa ekki trú á lýðnum sem er neðar í goggunarröðinni. Það er bara hroki og heimska.
Sumir "sérfræðingar" tala nánast um kjósendur eins og óvita sem þurfi að stýra með töngum í sameiginlegu átaki "menningarstofnanna" gáfaða fólksins sem fyrirlítur pöpulinn. Fólkið í efri upphæðum ímyndar sér að heimskir kjósendur muni kjósa yfir sig Hitler eða einhvern álíka viðbjóð, ef ekki er tekið vitrænt í taumana. Banaslys í umferðinni sannar ekki að ökumönnum sé ekki teystandi til að aka á eigin vegum, vegna stórslyss sem varð í þýskalandi upp úr 1930.
Svo að segja allt fólk sem getur bjargað sér, farnast langoftast vel, ef ekki er komið á vöggustofusamfélagi. Fólk veit hvað því sjálfu og sínu samfélaginu er fyrir bestu, hvað sem skólagöngu líður.
Við kjósendur eru afkomendur fólks sem þurfti stöðugt að velja á milli tveggja eða fleiri slæmra kosta - eins og í pólitíkinni. Við ættum að vera fullfær í það verkefni að velja skásta kostinn hverju sinni - með innsæi sem þróaðist á löngum tíma.
Kjósendur hafa illar bifur fólki sem ekki er fullkomlega hreinskilið. Það treystir frekar breysku fólki sem gerir sitt besta og elskar samfélagið sitt. Það treystir ekki laumupúkum eins og Benedikt Jóhannessyni sem vill eitthvað en segir það ekki upphátt og talar bara um að kjósendum sé ekki treystandi. Það er gagnkvæmt vantraust.
Þótt hefðbundið "lýðræði" sé nýlega til komið, var foringinn hverju sinni fremstur meðal jafningja, eins og fremsti farfuglinn eða forustusauðurinn. Alltaf var einhver tilbúin til að taka við ef sá fremsti helltist úr lestinni.
Nú er allt svo sem mikjlu flóknara en innsæi kjósenda er óbrigðult.
Benedikt Halldórsson, 9.6.2020 kl. 09:44
Foringinn, forsetinn eða sá sem er fremstur meðal jafningja hverju sinni verður að geta lesið hugsanir félaga / kjósenda sinna.
Árum saman hefur verið þyrlað upp moldviðri lyga og blekkinga sem sér ekki fyrir endann á. Kjósendur hafa illar bifur á fólki, sem aðeins er tengt upp á við, og flytur "boðskap" sem augljóslega er hannaður spunaáróður, sem er ekki í neinum tengslum við veruleikan sem fólk þekkir.
Það bætist stöðugt í bullorðasalatið með árunum - sem engin skilur. Fólk sem þykist skilja, getur ekki blekkt kjósendur. Engin er nógu gáfaður til að skilja bull. Engin flugmaður getur flogið Ora niðursuðudós.
Benedikt Halldórsson, 9.6.2020 kl. 10:20
Það fellur nú í grýttan jarðveg ágæti Benedikt Hilmarsson, að skrifa í líkingum eins og nafni þinn gerir. Það er líklega rétt hjá þér hann vill eitthvað en segir það ekki upphátt. Einhver pirringur og illt að horfa á venslamann sem fólk hlustar á og skynjar að þar fer Íslendingur sem kveður að.
Helga Kristjánsdóttir, 9.6.2020 kl. 10:35
Fyrirgefðu Halldórsson (ekk-Hilmarsson)
Helga Kristjánsdóttir, 9.6.2020 kl. 11:18
Mér finnst búið að vera vont andrúmsloft í þjóðfélaginu síðan Steingrímur og Jóhanna komust til valda. Það er eftirtektarvert hvað vinstri menn eru lagnir við að etja fólki saman. Þeir þrífast aldrei betur en í slíku umhverfi.
Þeir rífa allt niður samanber Reykjavíkurborg sem safnar skuldum í góðæri og standa í stríði við borgarbúa. Það kæmi mér ekki á óvart þó þeir héldu meirihlutanum í næstu kosningum.
Kristinn Bjarnason, 9.6.2020 kl. 11:31
Botninum er náð þegar Hitler er dreginn fram sem viðmið.
Ragnhildur Kolka, 10.6.2020 kl. 08:51
Hver hlustar á mann eins og Benidikt Jóhannesson sem er á ensku máli want to be en gerir sér ekki grein fyrir að hann er has been.
Kveðja frá Montgomery Texas
Jóhann Kristinsson, 10.6.2020 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.