Svandís þakkaði fúsk WHO

Svandís heilbrigðis þakkaði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni, WHO, vinnubrögð sem einkenndust af fúski og undirlægjuhætti gagnvart Kínverjum.

Í WHO birtist gerspilling alþjóðavaldsins í sinni tærustu mynd. Vanhæfir og ábyrgðalausir embættismenn fá framgang í baktjaldamakki. Framganginn þakka þeir með þrælslund gagnvart stórveldum sem þeir eiga frama sinn að þakka.

Betur hefði farið á því að Svandís minntist þess að hollur er heimafenginn baggi. Íslendingar náðu tökum á farsóttinni með séríslenskum ráðstöfunum en ekki leiðsögn frá alþjóðlegri ruslahrúgu sem nú er til rannsóknar.


mbl.is Samþykkja sjálfstæða rannsókn á WHO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

WHO er ekki rotið í gegn þótt æðstu menn séu umdeildir. Þar starfa margir mætir vísindamenn.  Kannski var Svandís bara að þakka þeim síðarnefndu og sneiða að hinum?

Kolbrún Hilmars, 19.5.2020 kl. 13:43

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Kolbrún.: Ef toppstykkið virkar ekki rétt, skiptir engu máli hve góðar undirstöðurnar eru, því miður. 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 20.5.2020 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband