Þriðjudagur, 19. maí 2020
Flugfreyjur í 40% skotgröf
Flugfreyjur gerðu þau mistök í upphafi samninga við Icelandair að segja tilboð félagsins jafngilda 40 prósent launalækkun.
Tilboðið félagsins fól í sér meiri vinnu fyrir sambærileg laun. Það má kalla það launalækkun en líka tilraun til að bjarga verðmætum, sjálfu fyrirtækinu. Án Icelandair er einfaldlega engin vinna. WOW datt ekki í hug að semja við stéttarfélagið Flugfreyjufélag Íslands. Næsti flugrekandi mun heldur ekki gera það.
Flugfreyjur tóku Eflingu á tilboðið. Máluðu skrattann á vegginn og hrópuðu á torgum um óréttlæti heimsins.
En það er sem sagt munur á raunsæi og Eflingaræði.
![]() |
Engin niðurstaða eftir ellefu tíma fund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef ASÍ-Eflingar-tortryggni fær að ráða mun flugfélagið fara í þrot.
Nú er gullið tækifæri að sýna sveigjanleika. Ef starfsfólkið hefur ekki trú á sínu fyrirtæki hefur engin trú á því. Atvinnurekendur eru allskonar. Tortryggni eða traust á ekki að byggja á aldagömlum hugmyndum um stéttabaráttu.
Því miður komst fólk til áhrifa innan verkalýðshreyfingarinnar sem er í stríði við ímyndaðan illan kapítalisma og treystir því engum nema fólki í sama liði - liðin eru tvö.
Benedikt Halldórsson, 19.5.2020 kl. 09:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.