Miðvikudagur, 13. maí 2020
Flugmenn Icelandair hafa ekki trú á eigin félagi
Lífeyrissjóður flugmanna Icelandair hefur á síðustu tveim árum selt meira en helming þess hlutafjár sem sjóðurinn átti í flugfélaginu. Flugmennirnir hafa ekki trú á rekstrarhæfi fyrirtækisins sem þeir vinna hjá, sem býr við háan launakostnað í alþjóðlegri samkeppni.
Flugmennirnir vilja gjarnan að aðrir lífeyrissjóðir launamanna fjárfesti í félaginu og helst að ríkið komi einnig að málum. Til að flugmenn haldi launum og geti ávaxtað lífeyri sinn í trúverðugri fjárfestingu en Icelandair.
Nú er að sjá hvort Ragnar Þór í VR og ASÍ-Drífa geysist fram í umræðunni og hvetji lífeyrissjóði almennings og ríkið að fjárfesta í fyrirtæki hvers starfsfólk trúir ekki á.
Flugmenn minnkað hlut sinn í Icelandair | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki myndi ég láta mér detta í hug að "henda" pening í þessa hít ef ég ætti þá......
Jóhann Elíasson, 13.5.2020 kl. 08:33
Sammála þér Jóhann vonandi eru Íslendingar fullnuma í atferli aurapúkanna.
Helga Kristjánsdóttir, 13.5.2020 kl. 16:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.