Strætó til og frá Íslandi

Flugsamgöngur til og frá landinu eru ekki í hættu þótt eitt flugfélag leggi upp laupana. Það er af sem áður var þegar ekkert sjónvarp var á fimmtudögum og Flugfélag Íslands sá um flug til Evrópu og Loftleiðir til Ameríku og Lúxemborg.

Icelandair nýtur velvildar sem arfur frá liðnum tíma. En, líkt og fjármálaráðherra segir, einangrast Ísland ekki falli flugfélagið.

Sameiginlegt verkefni eigenda og starfsfólks Icelandair er að gera félagið rekstrarhæft, sem það er ekki og hefur ekki verið um hríð. En bæði starfsfólk og eigendur geta gleymt sjónvarpslausu fimmtudögunum. Sú tíð er liðin og kemur ekki aftur.


mbl.is Bláfugl geti fyllt skarð Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er alls ekki einu sinni víst að það viðskiptalíkan að nota Ísland sem millilendingaflugvöll fyrir flug milli Ameríku og Evrópu sé lengur skynsamlegt. Nú eru komnar á markaðinn minni vélar en áður sem fara auðveldlega beint milli heimsálfanna. Vægi Íslands í þessu hefur því minnkað og mun eflaust hverfa með tímanum.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.5.2020 kl. 16:56

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Framfarir breyta sífellt vanbundnum takti tilverunnar ýmist til óþæginda fyrir neytendur í heimalandi voru eða þess sem oftar er; örva hugmyndaflug og snilli þolenda okkar til jafnvel betri útkomu en þeirrar sem týndist í tímansrás.    

Helga Kristjánsdóttir, 13.5.2020 kl. 18:04

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Getum við þá ekki alveg eins gleymt sjálfssögðum flugsamgöngum eins og sjónvarpslausum fimmtudögum?

Kolbrún Hilmars, 13.5.2020 kl. 18:55

4 Smámynd: Örn Einar Hansen

Síðan verður fólk að spyrja sjálft sig ... hversu ólm eruð þið, í að fara í ferðalag á komandi árum?

Það mun draga úr samgöngum mill EU og BNA í framtíðinni. Annaðhvort mun gerast, EU verður kínversk nýlenda og EU leiðtogar beigja sig algerlega undir kommúnistastjórn Kína ... eða ekki. Alveg öruggt, að hið gagnstæða mun gerast í BNA.

Framtíð samstarfs milli BNA og EU ... er meira eða minna lokið. Sjálfur vona ég að það verði BNA sem selji sálu sína til CCP (Biden verður forseti), en ekki EU. En ég er þó ansi hræddur um að hið öfuga verði að raunveruleika.

Þar með, verða kínverskir borgarar aðal "brauðfæða" Íslenskrar ferðamannaþjónustu. Að halda að kínverjar komi til Íslands, til að eyða peningum ... eru ekki bara mistök, heldur hreinn skortur á skynsem. Einnig skortur á kunnáttu um fólk og kúltur.

Persónulega mæli ég með, að Ísland reyni að vera meira sjálfstætt ...

Örn Einar Hansen, 13.5.2020 kl. 20:01

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Bíddu bara Örn Einar þangað til kínamennirnir verða búnir að fá leið á leðurblökunum og þróa með sér smekk fyrir man... (ætla ekki að segja það)

Þorsteinn Siglaugsson, 13.5.2020 kl. 23:01

6 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

Flugvélar sem geta flogið yfir Atlantshafið án millilendingar hafa verið til lengi. Það sem gerir fýsilegt að nota Ísland sem stoppistöð er að þá þarf X tonnum minna af eldsneyti í upphafi ferðar og hægt að taka fleiri farþega í staðinn.

Og svo að til að bjóða ferðir frá N stöðum í Ameríku til M staða í Evrópu þarf ekki N x M flugleiðir heldur N + M. Á móti kemur vesen sem farþegar hafa af að millilenda.

En kannski eru þessar nýju vélar þannig að þær þurfi sama skammt af eldsneyti sama hversu langt þær fljúga.

Hólmgeir Guðmundsson, 14.5.2020 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband