Þriðjudagur, 5. maí 2020
Sósíalismi gegn lýðræði
Lýðræðislega kjörnar sveitarstjórnir standa frammi fyrir óbilgjörnum kröfum Eflingarsósíalista um að sprengja upp launakerfi opinberra starfsmanna. Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga:
Okkur er ókleift að semja við þau þar sem kröfur þeirra eru langt umfram það sem við höfum samið um við aðra starfsmenn sveitarfélaga. Við erum búin að semja við rúmlega 40 félög og í þeim eru um 7.000 starfsmenn sveitarfélaga þannig að það er alveg útilokað að við getum með einhverjum hætti samið um annað og miklu meira við Eflingu en við höfum þegar samið um.
Efling er Reykjavíkurfélag en tekur börn í gíslingu í öðrum sveitarfélögum. Úrelt lög um verkalýðsfélög leyfa þessa háttsemi. Þetta fyrirkomulag er ótækt.
Verkfall Eflingar hefst á hádegi í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Af hverju er ÚTBOÐSLEIÐIN ekki tekin meira upp hjá hinu opinbera?
Hvað myndi X stór hópur af fólki
(sem að innihélti 1-2 leikskólafræðimenntaða einstaklinga)
vilja fá mikið fyrir að vinna X margar stundir á hverjum degi í X mörg ár?
Síðan þyrftu þau að skila inn TILBOÐUM Í LOKUÐU UMSLAGI.
=Þá kæmist á ákveðið JAFNVÆGI á milli framboðs, eftirspurnar og raungetu
eftir fólki sem að gæti annast börn.
Jón Þórhallsson, 5.5.2020 kl. 08:34
ÚTBOÐSLEIÐIN er mjög þekkt hjá smiðs-verktökum.
Af hverju gæti slík leið ekki virkað í leikskóla-starfinu?
Jón Þórhallsson, 5.5.2020 kl. 08:39
Svokallað "verkfallsvopn" kallar á óvita sem kunna ekki með það að fara, eða róttæka sem kunna með það að fara, það kemur út á eitt.
Laun starfstétta eru svipuð - hlutfallslega. Verkalýðsfélögin passa upp á að engin stétt stingi af. Það er auðsamið að fá það sama og aðrir - hlutfallslega. En andfélagslegu sósíalistarnir sem yfirtóku Eflingu elska athygli eins og flugræningjar.
Það kemur að því að álíka andfélagslegir sósíalistar tekst að lama flugið til og frá landinu, ef ekki er farið að öllum kröfum róttækra "flugræningja" í einu og öllu.
Benedikt Halldórsson, 5.5.2020 kl. 09:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.