Mánudagur, 27. apríl 2020
Ólíkt hafast þau að, Efling og VR
Efling boðar til verkfalla sem munu fækka störfum og auka atvinnuleysi. VR efnir til funda með Samtökum atvinnulífsins til að verja störf og kaupmátt í samdrætti.
Eflingarfólk lætur ekki kúga sig til hlýðni, segir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Eflingarfólk lætur aftur sósíalista í forystu Eflingar kúga sig til atvinnuleysis.
Trauðla góð skipti.
Framhald verkfallsaðgerða samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Magnað, er þekkt hvað þjóðfélagið getur haldið uppi mörgum á bótum og hve lengi? Hætt við að það bæti í þá 53þúsund sem eru atvinnulausir í dag.
Emil Þór Emilsson, 27.4.2020 kl. 20:06
Fyrir utan 40.000 ríkisstarfsmenn. Þetta fer að verða mjög dýrt fyrir þá fáu sem eftir eru til að vinna fyrir þessu. Það verða allir sjóðir tæmdir á stuttum tíma. Enn er til fólk sem treystir og heldur að ríkið geti bjargað öllu.
Þjóðfélög sem bólstaflega hrynja við smá ágjöf eru vitlaust uppbyggð.
Vonandi verður þessi krísa til það verði endurskoðað.
Kristinn Bjarnason, 28.4.2020 kl. 08:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.