ESB: skuldafangelsi Suđur-Evrópu eđa kapútt

Fjármálaráđherra Spánar hótađi endalokum Evrópusambandsins ef Norđur-Evrópuríki tćkju ekki ábyrgđ á skuldum ríkja eins og Spánar, Ítalíu, Portúgals og Grikklands.

Ţýskaland, Finnland, Svíţjóđ, Holland og Austurríki sjá lítiđ vit í ađ ábyrgjast suđrćna peningaóreiđu sem byrjađi á dögum Rómarveldis međ útţynntri silfursleginni mynt. Nema, auđvitađ, ađ Norđur-Evrópuríki fengju vald til ađ setja fjárlög ríkjanna í suđri.

Evrópusambandiđ reynir ađ vera bćđi og; ríkjasamband ţykjustufullvalda ólíkra ríkja. En sagan knýr á um annađ hvort eđa: laustengda samvinnu eđa eitt meginlandsríki Evrópu.

ESB stćkkar og eflist í kreppuástandi, segir reynslan. Kórónuveiran gćti raungert Stór-Evrópu undir ţýsku forrćđi. Eđa slátrađ Evrópuhugsjóninni.

 


mbl.is Náđu ekki samkomulagi um ađgerđapakka ESB
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér hefur ekki sýnst annađ en ađ innan sambandsins hafi hver ţurft ađ hugsa um sig án sameiginlegrar hjálpar til ţeirra sem verst urđu úti. Ţetta er jafnval ađ ţví marki ađ herraţjođirnar hafi bannađ útflutning hjálpargagna svo ţeir hafi nóg fyrir sig. 

Ţetta er anosi feyskiđ brćđralag ţegar á reynir.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.4.2020 kl. 11:02

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvenćr munu Spánverjar, Finnar, Ítalir og Grikkir líta á sig sem Ţjóđverja ? Ţađ verđur daginn sem Texasbúar og Alaskamenn líta ekki lengur á sig sem Bandaríkjamenn.

Ţađ er nefnilega kerfisvilla í ESB.

Halldór Jónsson, 8.4.2020 kl. 11:37

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband