ESB: skuldafangelsi Suður-Evrópu eða kapútt

Fjármálaráðherra Spánar hótaði endalokum Evrópusambandsins ef Norður-Evrópuríki tækju ekki ábyrgð á skuldum ríkja eins og Spánar, Ítalíu, Portúgals og Grikklands.

Þýskaland, Finnland, Svíþjóð, Holland og Austurríki sjá lítið vit í að ábyrgjast suðræna peningaóreiðu sem byrjaði á dögum Rómarveldis með útþynntri silfursleginni mynt. Nema, auðvitað, að Norður-Evrópuríki fengju vald til að setja fjárlög ríkjanna í suðri.

Evrópusambandið reynir að vera bæði og; ríkjasamband þykjustufullvalda ólíkra ríkja. En sagan knýr á um annað hvort eða: laustengda samvinnu eða eitt meginlandsríki Evrópu.

ESB stækkar og eflist í kreppuástandi, segir reynslan. Kórónuveiran gæti raungert Stór-Evrópu undir þýsku forræði. Eða slátrað Evrópuhugsjóninni.

 


mbl.is Náðu ekki samkomulagi um aðgerðapakka ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér hefur ekki sýnst annað en að innan sambandsins hafi hver þurft að hugsa um sig án sameiginlegrar hjálpar til þeirra sem verst urðu úti. Þetta er jafnval að því marki að herraþjoðirnar hafi bannað útflutning hjálpargagna svo þeir hafi nóg fyrir sig. 

Þetta er anosi feyskið bræðralag þegar á reynir.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.4.2020 kl. 11:02

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvenær munu Spánverjar, Finnar, Ítalir og Grikkir líta á sig sem Þjóðverja ? Það verður daginn sem Texasbúar og Alaskamenn líta ekki lengur á sig sem Bandaríkjamenn.

Það er nefnilega kerfisvilla í ESB.

Halldór Jónsson, 8.4.2020 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband