Sérfræðingar án staðkunnáttu eru einskins virði

Staðbundið vald, oft blanda af embættismönnum, stjórnmálamönnum og sérfræðingum, er sú leið sem flestar þjóðir fara í baráttunni við kórónuveiruna. Þríeykið á Íslandi er embættismaður og tveir læknar.

Alþjóðlegir sérfræðingar vita ekki hvernig á að bregðast við, þeir tala í austur og vestur.

Allir nema ESB-sinnar og alþjóðahyggjufólk vita að ekki er til alþjóðleg uppskrift að samfélagi. Hvorki hvernig á að búa það til né vernda þegar vá steðjar að.

Farsóttin er upprifjun á sígildum sannindum. Staðbundið vald virkar, enda byggir það á trausti, en alþjóðlegt vald virkar ekki.


mbl.is Hafa látið sérfræðingana um svörin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sér er nú hver gæfa ríkisstjórnarinnar að fá staðgengla til að svara brennandi spurningum um drulluveiruna frá Kína.- Þótt þeim fari það oftast vel úr hendi og greini hvernig þeir vinni sem sérfræðingar til að verjast þessum vágesti,er ekki til of mikils ætlast að ríkisstjórnin tali til landsmanna,eftir að hafa stjórnað með fyrirskipunum(að mestu;gefi almenningi kost á að kjósa um útgöngu úr EES,sem eftir breytingar á Lissabonsáttmálanum er ekki líkt því sem skrifað var undir (1999,?)Þetta skiptir miklu máli varðandi drif á hverskonar matvælavinnslu til sjávar og sveita.Íslendingar kjósa að njóta þess sem þeir unnu fyrir,en láta ekki alþjóðavæðinguna grassera hér fyrir tilstilli þeirra sem kosnir voru til að vinna Íslandi allt.   

Helga Kristjánsdóttir, 6.4.2020 kl. 19:07

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Sammála ykkur báðum.

Ég er ringlaður. Svokallaðir álitsgjafar á Íslandi tala um afslappaða Svía en beina hörðum spjótum sínum að bandaríkjunum og Trump sem er víst svo mikill vitleysingur.

Ég skil ekki hvað er svona afslappað við það að hlutfallslega deyja miklu fleiri í Svíþjóð en í Bandaríkjunum eða annarsstaðar á norðurlöndum. Alráður sóttvarnarlæknirinn í Svíþjóð hefur þó tima til að bara saman sína stefnu og Dana. Hann hefur áhyggjur af dönum. 

Benedikt Halldórsson, 7.4.2020 kl. 05:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband