Perluhöfn, COVID-19 og Gréta litla sænska

Ótímabær dauði þúsunda Bandaríkjamanna vegna COVID-19 fær samjöfnuð við morðárás Japana á flotastöðina Perluhöfn 7. desember 1941.

Kórónuveiran dregur fram samlíkingar við stöðugt stærri hörmungar.

En hvers vegna er veirunni ekki líkt við heimsendaspá Grétu litlu Thunberg sem skutlað var á milli heimsálfa, ýmist rafrænt eða á seglbáti, og boðaði helvíti á jörðu vegna koltvísýrings?

Pentagon lagði í púkkið handa sænska unglingnum og safnaði í skýrslu árið 2003 um yfirvofandi heimshamfarir vegna manngerðs loftslags. Skýrslan sagði að fyrir árið 2020 yrði Evrópa óbyggileg og þjóðflutningar yrðu frá álfunni til Norður-Afríku og Miðausturlanda. Fjölmiðlar trúðu og í Svíþjóð fæddist frelsari með tagl.

Gréta sænska og glóparnir eru í híði, þó ekki með Víði, á meðan kórónuveiran sækir okkur heim. Markaðsaðstæður eru ekki hagfelldar fyrir boðskapinn á talandi stundu.

Eftir farsóttina verður aftur reynt að telja okkur trú um að manngert veður sé okkur lifandi að drepa. Alþjóðahyggjan beinlínis krefst þess að himinn og jörð séu um það bil að farast. Annars eru engin verkefni handa Sameinuðu þjóðunum, Evrópusambandinu og öðrum viðlíka stofnunum.

 


mbl.is „Pearl Harbor-stund“ í augsýn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Páll, 

"Alþjóðahyggjan beinlínis krefst þess að himinn og jörð séu um það bil að farast."

Já, það er rétt hjá þér, þessi hræðsluáróður er ekki bara daglega á RÚV hérna, heldur út um allt, svona líka þegar vitað er til þess að færri deyja að völdum Covid 19 í Bandaríkjunum, heldur en verið hefur af völdum árlegrar flensu þar.
KV.

Image may contain: text    

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 6.4.2020 kl. 10:09

2 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Þetta hérna eru tölur frá 2. apríl sl.

No photo description available.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 6.4.2020 kl. 10:14

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það munu einhverjir skrifa þennan faraldur á hamfarahlýnunina. (Gasalegra hræðluhugtak en loftslagsbreyting)

Gréta tranaði sér jú fram í tengslum við þetta nú. Hún hélt að hún hefði mögulega kannski verið sýkt,men enginn nennti að prófa hana. Loftslagsköltið stóð á öndinni og logðu sitt af mörkum með kommenti á facebook.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.4.2020 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband