Kári færir góðar fréttir - hvað með framhaldið?

Hægur vöxtur smitaðra stórlega dregur úr líkum að ítalskt ástand skapist á Íslandi þar sem sjúkir fá ekki aðhlynningu vegna COVID-19.

Gott mál og ber að taka undir með Kára að þríeykið gerði allt rétt.

Í framhaldi vakna spurningar. Ef það fer svo að kórónuveiran deyr út í maí en er samt áfram að sullast um heimsbyggðina hlýtur að vera hætta á að hún stingi sér niður á ný á Fróni. Og þjóðin hefur ekki myndað ónæmi, - einmitt vegna frábærs árangurs þríeykisins.

Hvað gera bændur þá? Varla lokum við á fólksflutninga til og frá landinu. Tæplega er raunhæft að halda þjóðinni viðvarandi á sóttvarnarstigi. Mótefni við veirunni er ekki í augsýn.

Nokkuð snúin staða virðist blasa við.


mbl.is Aðeins 0,6% í slembiúrtaki smituð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Það blasir við að við þurfum að breyta umgengni okkar um snertifleti eins og símana okkar. Skilaboðin er að þrífa vel hendur og forðast óþarfa snertingar á almannafæri. Samt er í lagi að taka upp símann á almannafæri og ekkert talað um að þurfi að þrífa hann. Möguleikarnir eru endanlegir þegar kemur að símum og snertingu á almannafæri og símar ekki þrifnir. Að nota símann meðan borðað er matur þar sem hendur snerta munn er ávísun á möguleg vandræði. Líklegast er fyrsta skrefið að endurskoða allar þessar snertilausnir á almannafæri til að minnka líkur á smitum. Þrífum símana okkar oft.

Rúnar Már Bragason, 5.4.2020 kl. 11:23

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

"Ef það fer svo að kórónuveiran deyr út í maí en er samt áfram að sullast um heimsbyggðina hlýtur að vera hætta á að hún stingi sér niður á ný á Fróni. Og þjóðin hefur ekki myndað ónæmi"

Hjarðónæmi er ekki rofi sem kviknar á eins og þegar einstaklingur verður ónæmur. Hjarðónæmi byrjar að myndast um leið og fyrstu smituðu einstaklingarnir hætta að vera smitandi. Þeir nokkur þúsund íslendingar sem eru orðnir ónæmir nú þegar eru líka þeir sem alla jafna eru útsettastir fyrir smiti vegna vinnu eða hegðunar. Þannig hækkar þröskuldurinn mjög hratt. Gera má ráð fyrir að nú þegar sé komið það mikið ónæmi í hjörðina að ef öllum sóttvörnum yrði hætt í dag á íslandi mundi pestin breiðast jafnvel mörum sinnum hægar út en þegar hún kom fyrst. Þetta verður því hratt viðráðanlegt.

Guðmundur Jónsson, 5.4.2020 kl. 11:51

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það skyldi þó ekki eiga eftir að koma í ljós að strategía Svíanna sé á endanum sú rétta, þær aðferðir sem hér eru notaðar fresti kannski bara vandanum?

Þorsteinn Siglaugsson, 5.4.2020 kl. 11:52

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Enn snúnara ef eitthvað er að marka þær upplýsingar að C-19 veiran stökkbreyti sér þannig að áður sýktir og læknaðir geti sýkst af annarri útgáfu.  Þá fer nú hjarðónæmið fyrir lítið.

Kolbrún Hilmars, 5.4.2020 kl. 13:00

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Halló! upplýstu fávísa Guðmundur minn? Við skimun fæst úr því skorið hvort maður er já-kvæður( greindur með covid-19; en neikvæður er sagður geta smitað aðra enga að síður. Hafi nú jákvæður unnið bug á veirunni og hreppir ofnæmi fyrir henni um ævi sína! Getur hann þá smitað aðra engu að síður.-- bæti við gálga humor,yrði að dúsa inni eða hafa hægt um sig,kæmist kvikindið á kreik hér aftur. 

Helga Kristjánsdóttir, 5.4.2020 kl. 13:24

6 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Við skimun í dag er bara verið að leit að veirunni sem veldur pestinni. hún er greinanleg í um það bil tvær vikur hjá fólki sem veikist lítið eða ekkert, sem virðist meira en 90% af þeim sem smitast. Þeir sem hætta að vera greinanlegir mynda Ónæmi sem verið er birjað er að skima fyrir núna. Ónæmir geta enn smitað eitthvað en smittíðnin frá þeim fer langt undir 1  sem þýðir að smituðum fækkar tæknilega niður í núll með tímanum.

Áhættan að smitast fer hratt minnkandi með tímanum og Mín skoðun er að hættan verður örugglega orðin ásættanleg fyrir flesta í sumar á íslandi. 

Guðmundur Jónsson, 5.4.2020 kl. 14:49

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Jú Palli

PittCovVacc er komið og það er bara að laggoo á það. Allt er betra en þetta helvíti.

Halldór Jónsson, 5.4.2020 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband